Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. september. 2015 08:01

Bókasafnsdagurinn á Akranesi

Bókasafnsdagurinn í ár verður haldinn hátíðlegur á morgun, þriðjudaginn 8. september í almenningsbókasöfnum víða um land. Markmið dagsins er að beina augum að mikilvægi bókasafnsins í samfélaginu og er yfirskrift hans “Lestur er bestur - fyrir alla.”

Í tilkynningu frá Bókasafni Akraness segir að í hádeginu þennan dag, um kl. 12:15 verði upplestur. Kvenrithöfundarnir og Skagakonurnar Brynja Einarsdóttir og Anna Lára Steindal lesa úr nýjum bókum sínum. Upplesturinn verður endurtekinn síðdegis klukkan 16:30.

Um morguninn koma nemendur í 1. bekk grunnskólans í bókasafnið og fá óvæntan glaðning í tilefni af degi læsis, en 8. september er dagur læsis. Það er IBBY á Íslandi í samstarfi við Mál og menningu sem gefa börnunum úrvalsbókina Nesti og nýir skór.  Bókin geymir sögur, myndir og ljóð frá fyrri tímum – sögur sem foreldrar, kennarar, ömmur og afar þekkja og munu njóta þess að kynna fyrir börnum sínum. Tilgangur gjafarinnar er að kynna yngstu kynslóðina fyrir barnamenningararfinum í von um að hann verði þeim gott veganesti á lestrarferðalagi lífsins.“

 

Loks má geta þess að þá verður fyrsta Dúllustund vetrarins þann 8. september á Bókasafni Akraness kl. 15 – 17. Dúllustund er fundur prjóna- og  handverksfólks. Dúllustundir verða annan þriðjudag í mánuði í vetur.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is