Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. september. 2015 08:55

Gagnrýna harðlega vaxtahækkanir bankanna

Eftir nýlegar vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands hafa stóru viðskiptabankarnir ákveðið að hækka útlánsvexti sína um hálft prósentustig, eða að jafnaði um tæp 8%. „Hagsmunasamtök heimilanna gagnrýndu síðustu tvær hækkanir Seðlabankans harðlega og vöruðu við því að þær myndu einungis leiða til hærri kostnaðar fyrir heimilin og atvinnulífið, sem hefur nú ræst. Seðlabankinn hefur þannig raunverulega hellt eldsneyti á glæður verðbólgubálsins, sem hafði þó fram að því verið í rénun,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.

 

 

Þá segir að samkvæmt nýbirtum uppgjörum hafa bankarnir þrír hagnast um 42,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins. „Frá stofnun þeirra á grundvelli brunarústa föllnu bankanna, hafa þeir jafnframt getað hagnast um samtals 422,5 milljarða, sem er fullkomlega óeðlilegt í ljósi þeirrar efnahagskreppu sem staðið hefur yfir stærstan hluta tímabilsins. Ætla mætti því að þeir hefðu nægjanlegt svigrúm til að lækka vexti og létta þar með greiðslubyrði og draga úr hvata til hækkunar á vörum og þjónustu.“

 

Einnig taka Hagsmunasamtök heimilanna undir þau sjónarmið sem komu fram í grein Þráins Halldórssonar, sérfræðings á eftirlitssviði FME í nýjasta vefriti stofnunarinnar, um verðskrár banka og áhrif þeirra á verðvitund neytenda. Þar segir að stóru bankarnir þrír gefi samtals út 12 verðskrár og vaxtatöflur, alls um 45 síður, í mörg hundruð liðum. „Slíkt flækjustig er ógegnsætt og hindrar neytendur í að bera saman verð, sem hamlar samkeppni á fjármálamarkaði.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is