Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. september. 2015 08:01

Enn er unnið í nýja björgunarbátnum

Félagar í Björgunarfélagi Akraness vinna enn að standsetningu nýja björgunarbátsins sem keyptur var í fyrra. Báturinn kom til Akraness í nóvember á síðasta ári og var ljóst frá upphafi að ýmislegt þyrfti að gera í bátnum áður en hann yrði tilbúinn til notkunar. Í hann vantaði meðal annars allan björgunarbúnað og siglingatæki. Að sögn Guðna Haraldssonar formanns sjóflokks BA er nánast allur búnaður kominn um borð en ýmis frágangsvinna eftir. „Við gerðum alltaf ráð fyrir að þetta tæki langan tíma. Verkefni er unnið í sjálfboðaliðastarfi og vinnan því unnin á þeim tíma sem menn geta gefið sér í það. Það hefur líka verið svolítið að gera í hinum og þessum útköllum hjá okkur undanfarið. Þessa dagana erum við að byrja aftur eftir sumarfrí og erum að sanka að okkur sjálfboðaliðum og iðnaðarmönnum til að klára verkefnið,“ segir Guðni. „Það væri gaman að geta sagt til um hvenær verkinu lýkur en það fer alveg eftir því hvernig menn mæta og hvað við eigum mikið af peningum. Það er ekki ókeypis að koma öllu þessu fyrir,“ bætir hann við.

 

Nánar í næsta Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is