Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. september. 2015 01:56

Uppskeruhátíð Snæfellssamstarfsins

Uppskeruhátíð Snæfellsnessamstarfsins í fótbolta var haldinn síðastliðinn föstudag í tengslum við áheitamaraþon sem fram fór á sama tíma. Á uppskeruhátíðinni voru veittar viðurkenningar og fengu allir iðkendur í 6. 7. og 8. flokki karla og kvenna viðurkenningu í formi verðlaunapenings. Í ár var tekin upp sú nýbreyttni að veita viðurkenningar bæði fyrir eldra og yngra ár hjá eldri börnunum og einnig í A og B liði ef við átti.

 

 

Í 5. flokk karla fengu þeir Atli Ágúst á eldra ári og Óli á yngra ári viðurkenningur fyrir mestar framfarir. Hjá 5. flokki kvenna A lið fékk Sara Dögg viðurkenningu fyrir mestu framfarir á eldra ári og Laufey Lind á yngra ári. Fyrir mestu framfarir í B liði fengu þær Heiðrún viðurkenningu á eldra ári og Aldís á yngra ári. Þegar komið er upp í 4. flokk eru einnig veittar viðurkenningar fyrir markahæsta leikmanninn og leikmann ársins í kvennaflokki var Elín Dögg markahæst og Fehima Líf leikmaður ársins. Það voru svo þær María Ósk á yngra ári og Erika Rún á eldra ári sem fengu viðurkenningu fyrir mestu framfarir. Hjá strákunum var markahæstur Benedikt Björn Ríkarðsson markahæstur og Bjarni Arason leikmaður ársins. Á yngra ári fékk Kristinn Jökull viðurkenningu fyrir mestu framfarir og Birgir Vilhjálmsson á eldra ári. Freydís Bjarnadóttir framkvæmdastjóri samstarfsins ásamt leikmönnum meistarflokks kvenna og karla hjá Víking sáu um að afhenda viðurkenningarnar. Að þeim loknum var hópmyndataka af öllum börnum sem stunda fótbolta og mætt voru á hátíðina og boðið upp á grillaðar pylsur í tilefni dagsins. Uppskeruhátíðin heppnaðist mjög vel og börnin voru glöð og ánægð. Þjálfarar meistaraflokks karla og kvenna þurfa ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni með öll þessi flottu börn sem æfa fótbolta.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is