Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2015 02:37

Stofnfundur Vesturlandsdeildar Blindrafélagsins á fimmtudaginn

Minnt er á að Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, ætlar að stofna Vesturlandsdeild félagsins í Bókasafni Akraness við Dalbraut 1 í dag, fimmtudaginn 10. september klukkan 17. Á fundinum verður kynning á starfsemi Blindrafélagsins og sömuleiðis kynning á þjónustunni sem Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga veitir um land allt.  

Bergvin Oddsson formaður Blindrafélagsins segir að markmið Vesturlandsdeildarinnar sé að skapa vettvang fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga á Vesturlandi til að geta sótt sér fræðslu og stuðning á vegum félagsins ásamt því að kynna fyrir þeim alla þá fjölbreyttu þjónustu sem Miðstöðin veitir. Sömuleiðis er markmið stofnfundarins að finna einstaklinga sem eru með aldurstengda augnbotnahrörnun (AMD) en Bergvin segir að sú deild hafi verið stofnuð síðastliðið vor og hafi sá stofnfundur og fundir á vegum AMD deildarinnar verið mjög fjölsóttir. Enda eru einstaklingar með AMD mörg þúsund á Íslandi og mikilvægt sé að þeir sem eru að missa sjónina fái bæði stuðning og fræðslu svo hægt sé að grípa fyrr inn í áður en sjónskerðingin verði enn alvarlegri. Bergvin segir að um 70 einstaklingar séu á skrá hjá Miðstöðinni á Vesturlandi og þá eru ófáir einstaklingarnir sem eru með AMD og hafa ekki þegið neina aðstoð eða stuðning á vegum Miðstöðvarinnar. Bergvin hvetur alla þá sem eru blindir, sjónskertir eða með byrjun á AMD að koma á stofnfundinn á fimmtudaginn og kynna sér um leið starfsemi Blindrafélagsins og Miðstöðvarinnar. Aðstandendur eru sérstaklega hvattir til að mæta því þeir þurfa ekki síður á stuðningnum og fræðslunni að halda líkt og þeir sem eru að glíma við AMD eða alvarlega sjónskerðingu segir Bergvin.  

 

PS: Látið þetta berast!

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is