Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. september. 2015 11:33

„Best of the best in the West“

Samkvæmt heimildum Skessuhorns stendur til að stofna nokkurs konar meistaradeild hestaíþrótta á Vesturlandi. Verkefnið er ekki á vegum hestamannafélaganna heldur er það hópur knapa af svæðinu sem stendur að því. Hefur verkefninu verið gefið vinnuheitið „Best of the best in the West.“ Forsaga málsins er sú að hestamenn af Vesturlandi hefur lengi langað að taka sig saman um að skemmta sér og öðrum og sýna um leið fram á að þeir séu vel ríðandi, en hugmyndin er sú að aðeins færari knöpum standi til boða að taka þátt í keppnum. Sú hugmynd hafi hlotið mikinn hljómgrunn og því ákveðið að boða til stofnfundar. Samkvæmt heimildum Skessuhorns var stofnfundurinn um verkefnið haldinn mánudaginn 7. september síðastliðinn þar sem framkvæmdanefnd var skipuð. Henni hafi verið falið að gera kostnaðaráætlun, leita styrktaraðila og skipuleggja starfið. Á næstu misserum kemur í ljós hvort af verkefninu verður en skv. heimildarmanni Skessuhorns eru meðlimir hópsins vongóðir að svo verði og starf geti hafist strax í vetur.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is