Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. september. 2015 09:01

Búa að þeirri reynslu að hafa leikið í efstu deild áður

„Það er rosalega góð tilfinning að vera komnir upp um deild aftur. Við lögðum ekkert árar í bát heldur lögðum mikinn metnað í að búa til gott lið svo að við ættum möguleika,“ sagði Jónas Gestur Jónasson, formaður knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvíkur, í samtali við Skessuhorn. „Í sjálfu sér var það ekki markmiðið að fara endilega upp í ár. Eina markmiðið var að búa til gott lið og sjá svo hvað yrði en það var engin pressa á einum eða neinum að fara upp núna,“ bætir hann við.

 

 

Hann segir Ólafsvíkurliðið oft fara hægt af stað en nái að spila sig vel saman þegar líða tekur á mót. „Þetta getur verið erfitt hjá okkur eins og hjá öðrum liðum af landsbyggðinni sem hafa ekki góða vetraraðstöðu. Við æfum á dúk fram í lok apríl og þurfum þess vegna alltaf að spila okkur saman í upphafi móts. Það gekk vel og núna seinni hluta móts erum við taplausir í níu leikjum, búnir að vinna átta og unnum deildina þegar þrjár umferðir voru eftir,“ segir hann og vísar til leiksins í Grindavík sem Víkingar unnu með sjö mörkum gegn tveimur. „Þetta var náttúrulega ótrúlegur leikur en þegar það er mikið sjálfstraust í liðum þá geta svona hlutir gerst.“

 

Nánar er rætt við Jónas Gest og fleiri sem tengjast Víkingi í Skessuhorni sem kom út í dag. Sérblað um árangur liðsins fylgir blaðinu. Missið ekki af því.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is