Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. september. 2015 10:16

Akraneskaupstaður vill hjálpa flóttafólki

Málefni flóttafólks voru til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar í gær. Þar lýsti bæjarstjórn yfir vilja sínum til að fara í viðræður um móttöku flóttamanna frá Sýrlandi. „Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar lýsir sig reiðubúna til viðræðna við velferðarráðuneyti um aðkomu sveitarfélagsins að móttöku flóttafólks frá Sýrlandi og felur bæjarstjóra að upplýsa velferðarráðuneytið um vilja sveitarfélagsins,“ segir í bókun fundarins. Velferðarráðuneytið hafði áður óskað eftir því að þau sveitarfélög sem hafa áhuga á að taka á móti flóttafólki hefði samband við flóttamannanefnd fyrir 10. september.

Móttaka flóttafólks er samstarfsverkefni ríkisins, viðkomandi sveitarfélags og Rauða kross Íslands. Velferðarráðuneytið semur við tiltekið sveitarfélag eða sveitarfélög um móttöku á tilteknum fjölda flóttafólks í samræmi við ákvörðun ríkistjórnarinnar hverju sinni. Við val á sveitarfélagi er tekið mið af öllum aðstæðum, þar með talið félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu, atvinnuástandi, menntunarmöguleikum, möguleikum á húsnæði og öðru sem eftir atvikum skiptir máli hverju sinni.

Akraneskaupstaður tók síðast við hópi flóttamanna í september 2008 þegar tekið var á móti átta einstæðum mæðrum og börnum þeirra, alls 29 manns.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is