Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. september. 2015 06:00

Örnefnaganga á Akranesi á degi íslenskrar náttúru

Miðvikudaginn 16. september er dagur íslenskrar náttúru, en hann var valinn fyrir nokkrum árum og er jafnframt afmælisdagur Ómars Ragnarssonar sem heiðraður var með þessum hætti. Á Akranesi hafa Akraneskaupstaður og Landmælingar Íslands tekið höndum saman og bjóða bæjarbúum og gestum þeirra að koma með í fræðslu- og örnefnagöngu. „Þetta verður fræðsluganga sem gengin verður frá Jaðarsbökkum og í Garðalund í fylgd leiðsögumanna. Frá Jaðarsbökkum verður gengið af stað klukkan 16:30 og verða leiðsögumenn þeir Guðni Hannesson og Rannveig Benediktsdóttir. Farið verður á Sólmundarhöfða og þaðan gengið í Garðalund. Þegar í Garðalund verður komið taka Jón Guðmundsson og Sindri Birgisson við leiðsögninni og fræða fólki um sitthvað sem snertir lundinn okkar fallega, sem tvímælalaust er ein af perlum okkar Skagamanna,“ segir Íris Reynisdóttir garðyrkjufræðingur í samtali við Skessuhorn. „Við hvetjum alla til að mæta og eiga skemmtilega stund saman,“ segir Íris.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is