Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. september. 2015 09:01

Nýtt nám hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands

Símenntunarmiðstöð Vesturlands hefur sett á laggirnar nýtt nám fyrir þá sem vilja afla sér réttinda í mannvirkja- og málmtæknigreinum. Námið kallast Tæknistoðir og er fjármagnað af verkefninu Menntun núna! sem gengur út á að hækka menntunarstig í Norðvesturkjördæmi. Tæknistoðir er tveggja anna fjarnám með staðbundnum lotum. „Þetta er gert til að höfða til þeirra sem búa í dreifbýli. Við erum ekki að útiloka einn né neinn en þetta er sérstaklega ætlað þeim sem búa fjarri verknámsskóla. Þeir geta unnið stóran hluta heima hjá sér en mæta svo fjórum sinnum á önn í Borgarnes,“ segir Hörður Baldvinsson verkefnisstjóri Tæknistoða. Hann segir þetta fyrirkomulag gera það að verkum að þeir sem búi fjarri skóla þurfi ekki að hitta kennara eins oft og áður var. „Við höfum verið með nemendur sem hafa þurft að keyra í þrjá klukkutíma til að komast í tíma á laugardagsmorgni. Síðasta vetur var þetta mjög erfitt fyrir þá sem voru í dreifbýlinu en með þessu fyrirkomulagi fækkar ferðunum mikið,“ bætir Hörður við og segir þetta frábært tækifæri fyrir þá sem hafa kost á því.

Fyrir alla aldurshópa

 

Í Tæknistoðum eru meðal annars kennd fög eins og grunnteikning, efnisfræði málms og trés, iðnreikningur og forritun á iðnaðarvélum. „Vonandi fáum við svo fjármagn í Tæknistoðir 2, þá myndi bóklegum fögum fjölga og það myndi hjálpa þeim sem áhuga hafa á réttindanámi að ná sér í þau,“ segir Hörður. Hann segir verkefnið samvinnuverkefni allra framhaldsskólanna í kjördæminu og að það sé fullmetið í hefðbundið iðnnám. „Þetta gerir það að verkum að það verða færri ferðir í verknámsskólana fyrir þá sem vilja ná sér í löggild iðnréttindi.“ Hörður segir að góður stuðningur sé í náminu og haldið sé vel utan um alla nemendur. „Nemendur fá stuðning frá kennurum allan tímann í gegnum kennsluforritið Moodle og kostur er á góðri náms- og starfsráðgjöf. Námið hentar öllum aldri, það má sem dæmi nefna að sá elsti sem hefur skráð sig er kominn vel á sextugsaldur en sá yngsti er rúmlega 23 ára. Svo er skemmtilegt að nefna að nemendur koma víðsvegar að, dreifast vel yfir þetta svæði.“ Námið hefst í byrjun október og er skráning enn í fullum gangi. „Það eru örfá sæti eftir og skráning verður eitthvað fram í seinni hluta mánaðarins. Þeir sem vilja skrá sig eða fá upplýsingar geta haft samband við mig eða farið inn á vef Símenntunar, simenntun.is,“ segir Hörður. Áhugasamir geta sent honum tölvupóst: hordur@simenntun.is eða hringt í síma 841-7710. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is