Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2015 08:01

Kominn grundvöllur fyrir innkaupaferð á stólum

„Þessi samkoma gekk alveg hreint vonum framar og við fengum frábærar viðtökur. Hingað komu um eða yfir 300 gestir og setið í öllum skúmaskotum. Þarna kom samstöðumátturinn fram í gleðinni,“ sagði Margrét Sigurþórsdóttir starfsstúlka í Brákarhlíð í Borgarnesi eftir að fjáröflunarsamkomu í Hjálmakletti lauk á sunnudaginn. Tilefnið var, eins og fram kom í síðasta Skessuhorni, að safna fyrir hundrað stólum í nýjan hátíðarsal í Brákarhlíð. Samkoman og söfnunin gekk það vel að nú hefur verið ákveðið að kaupa stólana og fylla salinn. 

 

Að sögn Björns Bjarka Þorsteinssonar forstöðumanns Brákarhlíðar hafði á mánudaginn safnast 1,7 milljón króna, bæði á samkomunni á sunnudaginn og með styrkjum sem borist hafi þar að auki, svo sem með vilyrðum fyrirtækja um stuðning. Segir hann að söfnunin hafi gengið það vel að nú sé orðinn grundvöllur til að fara í innkaupaferð. Bjarki segir nokkuð um að fólk hafi samband og spyrji hvernig leggja megi söfnuninni lið. Safnað er inn á reikning í nafni Hollvinasamtaka Brákarhlíðar og minningarsjóðs. Þar er bankanúmer 0326-13-301750 og kennitalan: 621209-1750.

Bjarki vildi jafnframt koma á framfæri þökkum til allra sem lagt hafa söfnuninni lið með einum og öðrum hætti.

 

Nánar er sagt frá samkomunni í máli og myndum í Skessuhorni vikunnar.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is