Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2015 06:01

Kammerkór frá Akranesi á námskeiði hjá The King‘s Singers

Kór Kalmans undir leiðsögn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og söngstjóra hefur verið valinn ásamt  fimm öðrum íslenskum kórum og sönghópum til að taka þátt í námskeiði hjá hinum virta breska sönghópi, The King´S Singers. Námskeiðið fer fram í Hörpu 16. september en sama dag halda þeir tónleika í Eldborgarsal Hörpu. Námskeiðið verður haldið í tveimur sölum Hörpu frá klukkan 11.00 til 13.30. Hver hópur fær 40 mínútur með meðlimum King’s Singers og lögð verður áhersla á raddtækni, stíl, tónlistarflutning og framkomu. Í lok námskeiðisins mun hver hópur koma fram og syngja fyrir áheyrendur í Norðuljósasalnum. „Það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé frábært tækifæri fyrir kórhópana að fá að vinna með þessum frábæru listamönnum og mikill heiður,“ segir Sveinn Arnar.

The King’s Singers er margverðlaunaður sönghópur sem hefur verið starfandi frá 1968 en af þeim sex sem skipa hópinn nú hefur David Hurley, fyrsti tenór, sungið lengst með hópnum, eða frá árinu 1989. Á þessum tíma sem hópurinn hefur verið starfræktur hefur hann sent frá sér yfir 150 diska og hlotið tvenn Grammy-verðlaun, árin 2009 og 2012, og sungið á yfir hundrað tónleikum um allan heim árlega. Þeir eru gríðarlega fjölhæfir og syngja allar gerðir tónlistar. Þarna er allt frá klassík, endurreisnartónlist, barokk og yfir í popp. Árið 2013 sendu þeir frá sér Great American Songbook og eru því með djassslagara á efnisskránni.

Námskeiðið í Hörpu er miðvikudaginn 16. september frá kl. 11-13:30 og er hægt að kaupa áheyrnargjald á það. Miðasala er á tix.is

 

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is