Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. september. 2015 02:01

Stofnaði tvö öflug netfyrirtæki á skömmum tíma

Vefsíðan karolinafund.com hefur vakið töluverða athygli undanfarin ár. Um er að ræða hópfjármögnunarvef, þar sem hægt er að óska eftir styrkjum fyrir hinar ýmsu viðskiptahugmyndir. Margar hugmyndir hafa orðið að veruleika með hjálp almennings, sem kosið hafa að styrkja verkefnin í gegnum Karolina Fund. Ingi Rafn Sigurðsson er maðurinn á bak við vefsíðuna. Hann er borinn og barnfæddur Borgfirðingur og fjárhúsagaur eins og hann orðar það sjálfur, en Ingi Rafn er alinn upp á Hellum í Bæjarsveit. Skessuhorn tók Inga Rafn tali.

 

Hélt til á Kaffi Karólínu

 

Ingi Rafn byrjar að segja frá því að hann hafi farið til Akureyrar í framhaldsskóla. „Þar var ég mikið á kaffihúsi sem hét Kaffi Karólína, bæði sem gestur og síðar starfsmaður. Þetta var staður þar sem skapandi hugmyndir urðu til og við framkvæmdum hitt og þetta, héldum tónleika, gerðum kvikmyndir og fleira,“ segir Ingi Rafn. Eftir dvölina fyrir norðan fór Ingi Rafn til höfuðborgarinnar þar sem hann vann við plötuútgáfu í techno tónlist. Þremur árum síðar vatt hann kvæði sínu í kross og hóf störf hjá söludeild Kaupþings banka. „Í kringum hrunið varð ég, eins og margir aðrir, frekar pirraður á fjármálakerfinu, þó ég væri innanborðsmaður. Þá fór ég að hanna þessa hugmynd sem síðar varð Karolina Fund.“

 

Viðtalið má lesa í fullri lengd í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is