Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. september. 2015 10:01

„Við eigum að njóta þess að vera í úrvalsdeild“

„Ég kom 2003, þannig að ég er búinn að vera hérna svolítið lengi, sérstaklega á íslenskan mælikvarða,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, í samtali við Skessuhorn í síðustu viku. „Það sem er enn merkilegra er að Hilmar og Jónas eru búnir að vera hérna allan tímann líka. Það er ótrúlegt að fólk geti unnið svona lengi saman því í fótboltanum er alltaf eitthvað sem kemur upp á. En við höfum náð að vinna vel saman,“ bætir hann við.

 

Víkingur tryggði sér sem kunnugt er sigur í 1. deild karla í knattspyrnu og þar með sæti í efstu deild að ári með sigri á Grindavík í ótrúlegum leik þriðjudaginn 2. september síðastliðinn, þrátt fyrir að þá væru þrjár umferðir eftir af Íslandsmótinu. „Leikurinn í Grindavík var svo ótrúlegur að ég vissi ekki hvort ég ætti að trúa þessu. Hugsaðu þér, 7-2 á móti Grindavík sem er með alvöru lið. En við vorum svosem búnir að vinna átta leiki í röð og það er engin tilviljun að við séum komnir upp. Við eigum þetta alveg skilið.“

 

Rætt er nánar við Ejub Purisevic þjálfara Víkings í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is