Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2015 11:15

Góð auglýsing fyrir bæinn að Víkingur leiki í efstu deild

Þegar Víkingur Ólafsvík lék síðast í efstu deild, sumarið 2013, voru stuðningsmenn félagsins kosnir þeir bestu. Liðið hefur leikið í fyrstu deild undanfarin tvö ár en stuðningsmennirnir hafa engu að síður verið mjög áberandi og er mjög virkur hópur sem mætir á leiki liðsins, bæði heima í Ólafsvík og á útivelli. Blaðamaður hafði mælt sér mót við hjónin Vagn Ingólfsson og Unu Erlingsdóttir í Ólafsvík, en bæði eru þau dyggir stuðningsmenn Víkings. Enn fremur höfðu þau boðið hjónunum Kristjáni Helgasyni og Björgu Láru Jónsdóttur í kaffi. Þau hafa fylgst með knattspyrnu á Snæfellsnesi svo áratugum skiptir og áhugi þeirra hefur bara aukist í seinni tíð, ef eitthvað er. Blaðamaður settist niður með hjónunum í Ólafsvík í síðustu viku og dreypti á ilmandi stuðningsmannakaffi og með því.

„Ég er búinn að fylgjast með Víkingi svona meira og minna síðan ég var krakki. Ég tók smá hlé þegar ég var unglingur og áhuginn beindist annað. En fyrir nokkrum árum kom maður sér af alvöru aftur inn í þetta,“ segir Vagn, en honum er einnig eignaður heiðurinn á því hve Una fylgist náið með liðinu. „Vagn plataði mig á leik eftir að liðið komst fyrst upp í úrvalsdeild,“ segir Una. „Síðan þá hef ég fylgst með liðinu og reyni að fara á sem flesta leiki. Fór meðal annars norður til Akureyrar á dögunum þegar liðið mætti Þór og svo til Grindavíkur þar sem liðið tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni. Þetta var alveg ótrúlegur leikur,“ bætir hún við. „Það er algjör synd að hafa ekki komist á þann leik,“ segir Vagn, en hann er sjómaður að atvinnu og var ekki í landi þegar sá leikur fór fram.

 

Rætt er við þessa stuðningsmenn Víkings, sem eru fullir bjartsýni, í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is