Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. september. 2015 09:32

ÍA í Pepsi!

Lið ÍA tryggði sér sæti í úrvalsdeild kvenna næsta sumar þrátt fyrir 2-1 tap gegn Grindavík í suður með sjó í dag. Skagakonur unnu aftur á móti fyrri leik liðanna á Akranesvelli með þremur mörkum gegn engu og viðureignina því samanlagt 4-2.

Þrátt fyrir að hafa verið í góðri stöðu fyrir leikinn byrjaði ÍA illa í leiknum í Grindavík í kvöld. Heimamenn mættu mun ákveðnara til leiks og komst yfir strax á komust yfir strax á 14. mínútu. Guðrún Bentína Frímannsdóttir lét vaða á markið af 20 metra færi og Morgan Glick kom engum vörnum við. Aðeins fimm mínútum síðar sendi Anna Þórunn Guðmundsdóttir laglega stungusendingu gegnum vörn ÍA. Sashana Campbell tók  við boltanum og lagði hann fram hjá Morgan í markinu. Innan við 20 mínútur liðnar og viðureignin farin að taka á taugarnar.

Eftir síðara mark Grindvíkinga datt leikurinn örlítið niður, heimamenn réðu ferðinni og hefðu getað aukið forystuna áður en flautað var til leikhlés en tókst ekki.

 

Skagakonur fundu aldrei taktinn í fyrri hálfleik en eftir að hafa stillt saman strengi sína í leikhléinu var eins og annað og mun ákveðnara lið mætti til síðari hálfleiks. Þær héldu boltanum mun betur, léku sín á milli og sköpuðu sér ákjósanleg marktækifæri sem ekki tókst að nýta. Heiður Heimisdóttir fékk til að mynda dauðafæri á 72. mínútu þegar hún slapp ein inn fyrir vörn Grindavíkur en markvörðurinn varði boltann rétt framhjá.

Það var aftur á móti bakvörðurinn Megan Dunnigan sem gerði út um leikinn á 75. mínútu. Hún lék inn að miðju og lét vaða á markið af 25 metra færi. Boltinn sveif yfir markvörð Grindvíkinga, söng í netinu og blaðamanni heyrðist ekki betur en hann syngi „Pepsi! Pepsi!“

Fleiri mörk voru ekki skoruð á Grindavíkurvelli í kvöld og því ljóst að Skagakonur leika í efstu deild á næsta ári eftir árs fjarveru.

Þær eiga þó eftir að mæta FH í úrslitaleik 1. deildarinnar laugardaginn 12. september næstkomandi klukkan 14:00, en bæði liðin hafa tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni að ári. Enn hefur ekki verið kunngjört á hvaða velli verður leikið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is