Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2015 09:04

Skólaakstri var í morgun frestað í Snæfellsbæ

Hávaða rok og rigning er nú á norðanverðu Snæfellsnesi. Öllum skólaakstri var frestað í Snæfellsbæ þangað til veður gengur niður, en samkvæmt spá Veðurstofu Íslands á veðrið að ganga niður um hádegisbil. Viðar Hafsteinsson formaður björgunarsveitarinnar Lífsbjargar í Snæfellsbæ segir að ekkert tjón hafi verið tilkynnt enda kunna íbúar að búa sig undir svona veður. Segir Viðar að hann hafi farið eftirlitsferð á Hellissandi og Rifi og hafi verið gengið vel frá lausamunum og allt á góðu róli við höfnina í Rifi, en fiskikör hafi að vísu verið farin af stað vegna veðursins. Pétur Bogason hafnarvörður í Ólafsvík segir að hann hafi farið eftirlitsferð um hafnarsvæðið og allt væri þar í góðu lagi. Pétur segir ennfremur að klukkan 8:10 hafi verið 26 metrar á sekúndu og 32 metrar í hviðum af suðsuðaustri og hlýtt, hiti ríflega tíu gráður.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is