Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. september. 2015 12:01

Knattspyrnuhús í Ólafsvík er ennþá bara draumur

Lengi hefur verið á kreiki sá orðrómur í Ólafsvík að til standi að reisa þar knattspyrnuhús, yfirbyggðan gervigrasvöll sem nýta mætti til æfinga og leikja allt árið um kring. Myndi það stórbæta aðstöðu allra knattspyrnuiðkenda Víkings og annarra Snæfellinga og gera keppnisliðum karla og kvenna kleift að koma fyrr saman og æfa lengur á undirbúningstímabilum. Velgengni Víkings í sumar hefur gefið þessum orðrómi byr undir báða vængi og jafnvel hefur verið gengið svo langt að segja að það sé ekki spurning um hvort, heldur hvenær knattspyrnuhús verði reist í Ólafsvík.

 

 

Aðspurður um málið segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri að auðvitað hafi þessi mál verið rædd. Aftur á móti hafi ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Hvorki hafi verið gerð áætlun um byggingu knattspyrnuhúss né lögð drög að skipulagi verkefnisins.

„Það væri rosalega gaman að hafa sem besta aðstöðu, ekki bara í fótbolta heldur í öllu. Þetta er auðvitað draumur knattspyrnustjórnarinnar. Þeir vilja eðlilega skapa sem besta aðstöðu og við skiljum það vel. En til að svona verkefni verði að veruleika þarf að finna lausn sem er fjárhagslega tæk. Ef við ættum nóg af peningum væri gaman að geta haft góða aðstöðu í öllu, en menn verða að sníða sér stakk eftir vexti. Sveitarfélagið mun hins vegar ekki skorast undan því að taka þátt ef menn finna réttu lausnina,“ segir hann.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is