Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. september. 2015 10:01

Vel heppnað fyrirtækjamót Badmintonfélags Akraness

Fyrirtækjamót Badmintonfélags Akraness var haldið í fyrsta sinn sunnudaginn 6. september síðastliðinn og gekk að sögn aðstandenda vonum framar. Alls skráðu 50 keppendur sig til leiks og áttu ánægjulegan dag í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Eins og áður hefur komið fram var bifreiðaumboðið Askja helsti styrktaraðili mótsins en einnig studdi fjöldi annarra fyrirtækja og einstaklinga við félagið með því að leggja til þáttökuvinninga sem dregið var um úr nöfnum þátttakenda. Í keppninni sjálfri voru leiknir tvíliðaleikir og í lok hverrar viðureignar var leikin svokölluð spaðaruna sem gaf eitt aukastig. Í lok móts var svo keppt í „venjulegri“ runu og þar stóð Edit Ómarsdóttir uppi sem sigurvegari.

 

 

Sigurvegarar mótsins var lið Öskju, Spaðarnir hrepptu annað sætið og Bílástrukkarnir fengu verðlaun fyrir flottustu búningunum, en þeir skörtuðu gömlum HV fótboltabúningum sem elstu menn þekkja. Var það mál manna að stuttu stuttbuxurnar hefðu gert útslagið í búningakeppninni. Sigurvegararnir hlutu, auk verðlaunagripa, gjafabréf í fótboltagólf á Þórisstöðum og partíplatta frá Subway.

 

Mótið var liður í fjáröflunar- og eflingarstarfi Badmintonfélags Akraness og vilji er fyrir því hjá félaginu að gera mótið að árlegum viðburði. Í því sambandi vill félagið minna á að frítt er á trimmæfingar félagsins vil áramóta en þær eru haldnar þrisvar sinnum í viku.

 

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is