Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. september. 2015 06:01

Framleiðir og selur Stafrófur

Það er gaman þegar orðaleikir leiða til skemmtilegs nafns á fyrirtæki. Á bænum Stafholtsveggjum í Stafholtstungum byrjaði Bergþór Jóhannesson ræktun á gulrófum á um hektara spildu lands í vor. Rófurnar selur hann nú undir heitinu Stafrófur. Uppskeran hjá Bergþóri lofar góðu en hann byrjaði að taka upp um síðustu mánaðamót. Reynast stafrófurnar bæði fallegar og ljúffengar og því upplagðar í kjötsúpuna fyrir haustið. Rófurnar selur Bergþór í Ljómalind í Borgarnesi en einnig ekur hann þeim heim eftir pöntunum á heimili, til mötuneyta og hótela. Rófurnar selur hann í 5, 10 eða 25 kílóa pakkningum og kostar kílóið 300 krónur.

 

 

„Ég sáði í lok maí. Þetta var eitthvað sem mig hafði langað að prófa og var búinn að lesa mig til um slíka ræktun. Ég keypti svo fræ og sáði með sáningarhjóli sem ég fékk hjá Magnúsi í Ásgarði og gekk með það fram og til baka eftir flaginu. Ætli ég hafi ekki gengið eina 20 kílómetra með hjólið þegar ég sáði í þennan hektara í vor,“ segir Bergþór glaður í bragði. Hann segir vorið hafa verið kalt og byrjaði ekki almennileg spírun á fræinu og vöxtur fyrr en komið var fram í júní. „Ég breiddi acryldúk yfir um fjórðung af flaginu og færði hann svo í byrjun ágúst. Rófurnar undan dúknum eru þær sem fyrst ná fullum vexti. Vorið var erfitt, það vantaði rigningu framan af en síðari hluti sumars er búinn að vera fínn.“

 

Bergþór segir að þessi ræktun hafi verið gagnleg og góð reynsla. Vafalaust búi hann að reynslunni næsta haust en þá stefnir hann að námi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Hann er nú búsettur á Stafholtsveggjum þar sem foreldrar hans búa með hross og sauðfé. „Já, ég er að hjálpa til í búskapnum. Hef sjálfur mest gaman af því að ríða út,“ sagði ungi bóndinn að endingu.

 

Finna má rófnafyrirtækið á Facebook undir; Stafrófur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is