Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. september. 2015 06:01

Skátar gróðursettu við Akranes

Nýverið mættu nokkrir skátar á Akranesi í Skátalundinn og gróðursettu tré. Skátalundurinn er nálægt skógræktinni í Klapparholti, hinum megin við veginn. Skógræktarfélag Akraness hefur undanfarin ár verið að gróðursetja tré meðfram Akranesvegi. Þetta er mikil vinna og því eru félagsmenn skógræktarfélagsins ánægðir með að fá liðsinni skátanna við verkið. Í framtíðinni verður þarna hjólreiða- og göngustígur og því er talið mikilvægt að vinna ötullega að gróðursetningu á svæðinu til að skapa fallegt og skjólgott umhverfi fyrir útivistarfólk framtíðarinnar.

 

 

Skátarnir voru á ýmsum aldri og einnig mættu nokkrir foreldrar. Áhuginn skein úr andlitum barnanna og fyrr en varði var búið að setja niður á þriðja hundrað tré undir stjórn Bergnýjar skátaforingja og Katrínar Leifsdóttur hjá skógræktarfélaginu. Þarna mátti glöggt sjá að margar hendur vinna létt verk. Enginn lét veðrið hafa áhrif á sig en fyrr um daginn var hellirigning og afskaplega leiðinlegt veður og því blautt á.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is