Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. september. 2015 09:01

Óskað eftir upplýsingum um dularfullt verkfæri

Með færslu á vef Landbúnaðarsafns Íslands eru birtar myndir af dularfullu verkfæri, sem enginn virðist kunna skil á. Þar er sagt frá því að Bjarni Guðmundsson á Landbúnaðarsafninu hafi keypt verkfærið fyrir sanngjarnt verð á antiksölu á Akranesi en hvorki hann né seljandinn vissu þó hvaða verkfæri væri þarna á ferð eða til hvers það hafi verið notað. Ýmsar tilgátur hafa komið fram sem þó eru misvel rökstuddar. Bjarni leitaði því til lesenda vefjarins um svör en er ennþá engu nær. „Ég hef lítil viðbrögð fengið við þessu, eða öllu heldur kannast enginn við verkfærið,“ segir Bjarni í samtali við Skessuhorn. Hann segir verkfærið örugglega ekki íslenskt. „Þetta ber öll merki þess að hafa verið framleitt í verksmiðju og líklega í Danmörku. Skaftið er örugglega þeirrar náttúru en ég get ekki ábyrgst hvort einhver hagleiksmaður hafi smíðað þennan sérkennilega spaða sem á því er. Mér sýnist það þó ekki vera á smíðinni en get ekki útilokað það.“

 

 

Bjarni telur líklegt að verkfærið sé einhvers konar jarðvegsskurðartæki. Hann segir að mögulega megi finna upplýsingar um tækið í bæklingum í eigu safnsins. „En ég hef svo sem ekki náð að kemba í gegnum þá. Oft hefur gefist vel að auglýsa eftir upplýsingum og því ákvað ég að láta á það reyna.“ Að sögn Bjarna verður gripurinn til sýnis á safninu. „Ekki síst ef mér tekst að finna út með góðra manna hjálp hvað þetta er,“ segir Bjarni. Ef glöggir lesendur Skessuhorns telja sig vita hvaða verkfæri er á myndunum, þá eru upplýsingar vel þegnar. Netfang Bjarna er bjarnig@lbhi.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is