Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. september. 2015 12:28

Úrslit í Ljósmyndakeppni Hvalfjarðardaga

Í gær fór fram verðlaunahending fyrir ljósmyndakeppni Hvalfjarðardaga, sem fóru fram 28. – 30. ágúst í Hvalfjarðarsveit. Verðlaunamyndina átti Guðjón Guðmundsson frá Akranesi. Niðurstaða og greinargerð dómnefndar er eftirfarandi:

„Dómnefnd kom saman þann 1. september 2015 til að velja vinningsmynd úr aðsendum myndum er bárust í ljósmyndakeppni Hvalfjarðardaga. Úr vöndu var að ráða því viðfangsefni flestra þessara góðu og vönduðu mynda er úr fjölbreyttri náttúru og umhverfi Hvalfjarðarsveitar.

 

 

Við valið á verðlaunamyndinni fékk dómnefnd einungis upplýsingar um innsendingarnúmer mynda sem sendar höfðu verið inn í keppnina og þegar dómnefnd hafði farið vel yfir innsendar myndir var það einróma samþykkt af dómnefnd að velja mynd nr. 90 sem vinningsmynd Ljósmyndakeppni Hvalfjarðardaga 2015.

 

Dómnefnd var sammála um að myndin fangi vel fjölbreytileika Hvalfjarðarsveitar. Sjónarhorni myndarinnar er beint að fjallasýn, fjölbreyttu atvinnulífi og ægifagurri náttúru. Myndin er faglega unnin og uppbyggingin áhugaverð þar sem vegurinn leiðir okkur fyrirhafnarlaust inn í myndina. Að lokum fellur viðfangsefni hennar sannarlega vel að þema ljósmyndakeppninnar, sem var umhverfi og náttúra í Hvalfjarðarsveit.

 

Dómnefnd vill færa vinningshafa og öllum þeim sem sendu myndir í ljósmyndakeppnina bestu þakkir fyrir þátttökuna. Dómnefnd telur eftirsóknarvert að ljósmyndakeppni geti hér eftir orðið fastur liður í dagskrá Hvalfjarðardaga því fjöldi og gæði mynda staðfesta að áhugi er sannarlega fyrir hendi.“

Fulltrúar dómnefndar afhentu Guðjóni verðlaun keppninnar, sem var glæsilegt gjafabréf frá Hótel Glym í Hvalfirði sem inniheldur gistingu í fallegu herbergi í eina nótt fyrir tvo, þriggja rétta kvöldverð auk morgunverðarhlaðborðs daginn eftir, ásamt veglegri gjafakörfu frá Sláturfélagi Suðurlands. Dómnefnd ljósmyndakeppninnar skipuðu Jónella Sigurjónsdóttir, Skúli Þórðarson og Örn Arnarson.

 

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is