Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2015 04:00

ÍA - KR: bein textalýsing

Komiði sæl og velkomin í beina textalýsingu frá Akranesvelli þar sem ÍA tekur á móti erkifjendunum í KR í 19. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst eftir klukukstund, eða kl. 17:00. Lýsingin verður hér að neðan og fréttin verður uppfærð eftir atvikum á meðan leik stendur.

 

Lesendum er bent á að nauðsynlegt er að ýta á „refresh“ hnappinn í vafranum því fréttin uppfærir sig ekki sjálfkrafa.

 


 

90. mín. Leik lokið. Heilt yfir fremur daufum leik þar sem hvorugt lið náði að skapa sér afgerandi marktækifæri er lokið með markalausu jafntefli.

 

90. mín. Leikmenn ÍA og stuðningsmenn brjálaðir. Tækling á miðjunni og Tryggvi sendur einn í gegn. KR-ingur liggur eftir og Garðar Örn stoppar leikinn til að spjalda Balbi fyrir leikaraaskap. Stórskrítið og gremja skagamanna skiljanleg.

 

90. mín. Darren Lough með frábæra tæklingu! Almarr var sloppinn einn í gegn en Darren bjargaði glæsilega.

 

90. mín. Almarr á skot utan vítateigs sem Árni Snær grípur.

 

90. mín. Fyrsti langasandsbolti kvöldsins hefur litið dagsins ljós. Við þurftum aldeilis að bíða.

 

89. mín. Skipting. ÍA gerir breytingu á liði sínu. Marko Andelkovic kemur inn á fyrir Albert.

 

87. mín. Skipting. Óskar Örn Hauksson kemur inn á í lið KR fyrir Jacob Schoop. Óskar Örn nýklipptur og rakaður.

 

84. mín. Hólmbert Aron sendir út á kant á Sören sem fer full auðveldlega framhjá Darren í bakverðinum. Skot hans yfir úr upplögðu færi.

 

82. mín. Skipting. Ásgeir Marteins fer af velli og inn á í hans stað kemur Tryggvi Haraldsson.

 

82. mín. Skagamenn komnir 3 á 2 í skyndisókn. Eggert gefur á Ásgeir við vítateigslínuna hægra megin en skot hans í varnarmann.

 

80. mín. Sören á fyrirgjöf inn í teiginn á varamanninn Hólmbert Aron. Hann snýr varnarmann af sér og skýtur en rétt framhjá.

 

76. mín. Skiptingar. Bæði KR og ÍA gera breytinagar. Ólafur Valur fer af velli fyrir Eggert Kára í liði ÍA. Hólmbert Aron Friðjónsson kemur inn á í lið KR fyrir Gary Martin.

 

75. mín. Gult spjald. Ásgeir Marteins fer aftan í Skúla Jón Friðgeirsson á miðjunni. Aukaspyrna og gult spjald að launum,

 

75. mín. Þórður Þorsteinn á góða fyrirgjöf sem allir Skagamenn missa af, hættuleg fyrirgjöf en ekkert verður úr þessu.

 

73. mín. Boltinn fellur fyrir Sören í vítateig Skagamanna. Hann á hins vegar ömurlegt skot sem skoppar langt framhjá.

 

69. mín. Garðar á fínan skalla á markið eftir sendingu frá Ingimar Elí en Stefán Logi grípur.

 

68. mín. KR-ingar komnir í skyndisókn og Almarr Ormarsson fær gott skotfæri en Darren Lough hendir sér fyrir skotið.

 

67. mín. Leikurinn er aðeins að opnast. Bæði lið sækja og freista þess að skora en lítið kemur út úr sóknaraðgerðum þeirra.

 

61. mín. Leikurinn er hraður þessar mínúturnar. KR-ingar ná skyndisókn, sóknarmaður við það að stinga Ármann Smára af en Ármann sterkur og gefur til baka á Árna Snæ.
Skagamenn fá skyndisókn sem rennur út í sandinn og KR-ingar strax í kjölfarið. Enn er markalaust.

 

57. Garðar fleytir aukaspyrnu Árna Snæs á Ásgeir Marteins. Hann tekur hann á kassann og lætur vaða en yfir.

 

55. mín. Gary Martin sendir fyrir mark Skagamanna og á fjær, alveg upp við endalínu en Schoop skallar yfir markið úr erfiðu færi.

 

51. Eitruð sending fyrir mark Skagamanna frá vinstri en KR-ingar missa af boltanum áður en Árni Snær leggst á hann.

 

48. mín. KR-ingar stinga boltanum í gegn á Gary Martin sem lyftir honum í netið en rangstaða dæmd.

 

46. mín. Leikurinn er hafinn á ný. Skagamenn byrja með boltann í síðari hálfleik.

 

Seljabrytavaktin: Vífill Atlason símahrellir er á vellinum. Vífill gerði garðinn frægan fyrir nokkrum árum síðan þegar hann hringdi í Georg Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta. Nú nemur Vífill sagnfræði við Háskóla Íslands.

 

45. mín. Hálfleikur.

 

44. mín. Sending frá hægri berst á KR-ing úti við vítateiginn vinstra megin. Þórður Þorsteinn kemst fyrir skotið.

 

40. mín. Ásgeir Marteins á prýðilegan sprett upp vinstri kantinn. Leikur á tvo varnarmenn og lætur vaða en yfir markið.

 

39. mín. Jónas Guðni tekur hann viðstöðulaust á lofti frá D boganum eftir að Skagamenn skölluðu frá. Skotið yfir.

 

37. KR-ingar með fyrirgjöf frá hægri sem skoppar framhjá öllum áður en Árni Snær nær til boltans.

 

34. mín. Góð sending frá vinstri frá Ingimar Elí en Albert Hafsteins nær ekki til boltans á fjærstönginni.

 

31. mín. Ásgeir fær boltann rétt utan vítateigs, ætlar að stinga honum inn á Garðar en einhver misskilningur þeirra á milli og boltinn hafnar hjá markverðinum,

 

27. mín. Sören Fredriksen, vinstri bakvörður KR-inga, geystist upp völlinn, renndi honum svo á Jónas Guðna utan vítateigs sem skaut rétt framhjá.

 

25. mín. Albert Hafsteins fer framhjá fjórum KR-ingum og labbar inn í vítateiginn. Hefði kannski getað látið vaða en þetta rennur út í sandinn.

 

22. mín. Rasmus stálheppinn að fá ekki sitt annað gula spjald fyrir að stöðva Ásgeir Marteins í skyndisókn. Maðurinn í KR útvarpinu sagðist meira að segja að hann hefði sent hann af velli. 

 

20. mín. Almarr Ormarsson átti fína marktilraun en Árni Snær varði meistaralega.

 

19. mín. Gult spjald á Rasmus Albert. Hafsteins rifinn niður eftir að hann vann boltann á miðjunni. Hefði getað stungið honum inn fyrir en tók manninn á og var rifinn niður.

Garðar Gunnlaugsson tók aukaspyrnuna, lét vaða en beint á Stefán Loga.

 

15. mín. Stungusending innfyrir vörn Skagamanna, aftur er Árni framarlega, tekur boltann með fótunum en Schoop nær að slæma fæti í boltann. Þarna stóð þetta tæpt.

 

13. mín. Boltanum var lyft inn fyrir vörnina á Gary Martin en Árni Snær var mættur langt út á völl og skallaði boltann frá.

 

11. mín. Jacob Schoop tekur aukaspyrnu af 30 metrum, skrúfar hana af markinu en Árni Slær frá.

 

8. mín. Ásgeir Marteins á glæsilega fyrirgjöf af hægri kanti, varnarmaður KR skallar hann upp í loftið áður en Stefán Logi grípur hann í markinu.

 

6. mín. Skagamenn geystust upp völlinn, fimm á móti þremur en KR-ingar stöðva sóknina í fæðingu.

 

Seljabrytavaktin: Garðar Gunnlaugs er á vellinum, Hann er frægur.

 

4. mín. Hættuleng sending til baka inn í teig en Ármann Smári snýr og bjargar málunum. Þetta fer annars frekar hægt af stað.

 

Það er ekki vinnufriður fyrir KR útvarpinu. Myndi nenna þessu ef Bjarni Fel væri hér í blaðamannastúkunni. Annars ekki.

 

1. mín. Leikurinn er hafinn.

 

Liðin ganga inn á völlinn og hlutkesti hefur verið varpað. KR-ingar byrja með boltann.

 

Korter í leik og fólk er farið að tínast á völlinn.

 

Kaffið er komið og kruðerí með. Það er gottað vera til.

 

Tveir ungir drengir íklæddir KR íþróttagöllum hafa leikið sér að því að sparka á milli úti á vellinum síðan liðin byrjuðu að hita upp. Líklega pabbahelgi hjá einhverjum KR-ingnum.

 

Seljabrytavaktin: Gummi Ben er á vellinum. Eðlilega.

 

Fyrsti Vesturbæingurinn er byrjaður að kyrja stuðningsmannalög. Samstundis var kveikt á tónlistinni og kann blaðamaður hverjum sem það gerði bestu þakkir fyrir.

 

Það blæs úr norðaustri, léttskýjað og hitinn sleikir tíu gráðurnar.

 

Byrjunarliðin hafa verið kunngjörð, þau má sjá hér að neðan.

 

Byrjunarlið ÍA:

12. Árni Snær Ólafsson (m)

5. Ármann Smári Björnsson

6. Ingimar Elí Hlynsson

8. Hallur Flosason

9. Garðar Bergmann Gunnlaugsson

14. Ólafur Valur Valdimarsson

16. Þórður Þorsteinn Þórðarson

18. Albert Hafsteinsson

20. Gylfi Veigar Gylfason

23. Ásgeir Marteinsson

27. Darren Lough


Og byrjunarlið KR:

1. Stefán Logi Magnússon (m)

3. Rasmus Steenberg Christiansen

4. Gonzalo Balbi Lorenzo

5. Skúli Jón Friðgeirsson

7. Gary John Martin

8. Jónas Guðni Sævarsson

9. Þorsteinn Már Ragnarsson

11. Almarr Ormarsson

16. Kristinn Jóhannes Magnússon

19. Sören Frederiksen

20. Jacob Toppel Schoop

 

Dómari leiksins er Garðar Örn Hinriksson

 

Fyrri leik liðanna í sumar lauk með 1-1 jafntefli í Frostaskjólinu.

 

Skagamenn eru fyrir leikinn í 9. sæti deildarinnar með 19 stig eftir 18 leiki. Gestirnir úr Vesturbænum eru hins vegar í þrija sæti, hafa sótt 35 stig í sínum 18 leikjum. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is