Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2015 08:24

Jafntefli gegn erkifjendunum í KR

ÍA tók á móti erkifjendunum úr KR í 19. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu á Akranesvelli í kvöld. Fyrir leikinn var ÍA í níunda sæti deildarinnar með 19. stig úr 18 leikjum en KR var í því þriðja með 35 stig. Liðin skildu jöfn þegar þau mættust í Frostaskjólinu fyrr í sumar, 1-1.

Leikurinn í kvöld fór nokkuð rólega af stað. Báðum liðum gekk ágætlega að spila boltanum en KR-ingar voru heldur beittari fram á við. Allar aðgerðir þeirra strönduðu þó ýmist á vörn ÍA eða Árna Snæ í markinu. Árni spilaði framarlega í kvöld og gerði nokkrum sinnum vel og stöðvaði sóknir KR-inga utan vítateigsins.

Besta færi fyrri hálfleiks fékk Ásgeir Marteinsson eftir skyndisókn. Hann fékk boltann úti á vinstri kanti, lék á varnarmann en skaut yfir markið. Þrátt fyrir ágæta spilamennsku og sæmilega sóknartilburði tókst hvorugu liðinu að skapa sér virkilega góð marktækifæri og alltaf vantaði herslumuninn. Staðan var því markalaus þegar flautað var til hálfleiks.

 

Í síðari hálfleik var það sama uppi á teningnum. Ágæt spilamennska liðanna úti á velli, hraðinn í leiknum jókst og liðin sóttu á báða bóga. Alltaf vantaði þó að reka endahnútinn á sóknirnar.

Besta færi Skagamann í síðari hálfleik fékk Garðar Gunnlaugsson. Ingimar Elí Hlynsson átti þá góða fyrirgjöf, djúpt af hægri kanti. Garðar reis hátt í teignum en náði ekki að stýra skallanum framhjá Stefáni Loga í marki KR-inga.

Þegar komið var fram í uppbótartíma gerðist umdeilt atvik. Skagamenn unnu tæklingu á miðjunni, sendu boltann fram á varamanninn Tryggva Haraldsson og Skagamenn komnir tveir á móti einum. Dómarinn stöðvaði hins vegar leikinn, spjaldaði leikmann KR fyrir leikaraskap og gaf ÍA aukaspyrnu. Dómurinn var hinn undarlegasti og Skagamenn, innan vallar sem utan, æfir. Ekkert kom upp úr aukaspyrnunni og leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Úrslitin þýða að Skagamenn sitja sem fyrr í níunda sæti deildarinnar, nú með 20 stig eftir 19 leiki, tveimur stigum á undan ÍBV í sætinu fyrir neðan og fimm stigum á undan Leikni í ellefta sætinu.

Næst mæta Skagamenn Keflavíkingum á útivelli, en Keflvíkingar eru langneðstir með aðeins sjö stig og eiga ekki lengur möguleika á að halda sæti sínu í deildinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is