Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. september. 2015 12:25

Komið að lokun sumarsýningar í Leir7

Senn líður að lokum sumarsýningar Leir7 við Aðalgötu 20 í Stykkishólmi en sýningin nefnist Núningur-Snúningur. Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður er sýningarstjóri en hann valdi með sér sjö aðra myndlistarmenn til að vinna verkin. Allir völdu þeir einn keramikhlut héðan eða þaðan til fyrirmyndar að tvívíðu verki. Verkin eru olíumálverk, teikningar og lágmynd og áhugavert er að sjá hve ólíkt listamennirnir nálgast viðfangsefnið. Sýningin var opnuð 16. maí en henni lýkur næstkomandi laugardag 19. september.  

Frá klukkan 14 til 15 síðasta sýningardaginn mun pólsk-íslenskur túlkur vera til aðstoðar þeim gestum er eiga pólsku að móðurmáli. Eitt af mörgum verkefnum Svæðisgarðs Snæfellsness er að tengja saman fólk og fyrirtæki og auðvelda íbúum svæðisins að njóta viðburða sem eiga sér stað á Snæfellsnesinu. Leir 7 nýtur góðs af því. Sýningin Núningur-Snúningur sem nú er að ljúka naut styrks frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands og er það þakkað hér með. Við bjóðum alla velkomna að skoða sýninguna þessa síðustu viku sem hún stendur. Opnunartími Leir7 er virka daga frá kl. 14-17 og laugardaga frá kl. 14-16.

 

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is