Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. september. 2015 04:53

Gríðarlegt tekjutap af innflutningsbanni Rússa

Um miðjan ágúst óskaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eftir að Byggðastofnun tæki saman upplýsingar um mat á byggðalegum áhrifum viðskiptabanns Rússa. Helstu niðurstöður liggja nú fyrir. „Gert er ráð fyrir að tekjutap sjómanna og landverkafólks vegna innflutningsbannsins geti verið á bilinu 990 milljónir til 2.550 milljónir á heilu ári. Tekjutap sjómanna er áætlað 440 til 1.000 milljónir en talið er að 400 sjómenn verði fyrir tekjutapi. Tekjutap landverkafólks við frystingu er talið geta verið á bilinu frá 860 til 1.870 milljóna en talið er að 780 manns verði fyrir tekjutapi. Samtals verða 1.180 sjómenn og landverkamenn fyrir tekjutapi á bilinu 1.300 til 2.900 milljónir. Á móti kemur að vegna aukinnar bræðslu þarf 220 fleiri starfsmenn til starfa í bræðslunum og eru laun til þeirra áætluð á bilinu frá 310 til 350 milljónir. Tekjutap sveitarsjóða vegna lægri útsvarstekna er áætlað á bilinu 143 til 364 milljónir og tekjutap vegna lægri aflagjalda er áætlað allt að 43 milljónum. Almennt gera fyrirtæki ekki ráð fyrir að segja upp starfsfólki en hins vegar, að óbreyttu, mun ekki koma til ráðninga vegna vaktavinnu við fyrstingu makríls og loðnu,“ segir í tilkynningu frá Byggðastofnun.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is