Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. september. 2015 06:01

Smíðuðu dúkkuhús fyrir yngri nemendur

Þær Anna Berta Heimisdóttir, Karen Þórisdóttir og Tinna Guðrún Ívarsdóttir, nemendur í 10. bekk í Grundaskóla á Akranesi, færðu dagvist skólans fullbúið dúkkuhús að gjöf nú í upphafi skólaárs. Húsið hönnuðu þær undir leiðsögn Kristins Guðbrandssonar smíðakennara og smíðuðu svo sjálfar. „Við ákváðum að gera þetta í smíði og flettum svo í gegnum alls konar blöð til að fá hugmyndir. Þetta var alls ekki erfitt, nema að gera vaskinn og baðið - það var mjög erfitt,“ segja stelpurnar í samtali við Skessuhorn. Húsinu skiluðu þær fullbúnu, með öllu tilheyrandi. „Við saumuðum sængurver og handklæði, hengdum upp myndir og settum allt sem okkur datt í hug inn í húsið. Við vorum ekkert að drífa okkur með þetta, það tók okkur alveg heila önn að klára húsið,“ segja stelpurnar. Skóladagvistin átti ekkert slíkt hús fyrir og því ljóst að yngri nemendur skólans geta notið þessa verkefnis stúlknanna.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is