Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. september. 2015 02:23

Þjófar stálu olíu fyrir hundruði þúsunda í Hvalfirði

Olíuþjófar létu greypar sópa í Hvalfirði um síðustu helgi þegar þeir brutust inn í tæki og dráttarbíl í eigu Jónasar Guðmundssonar verktaka á Bjarteyjarsandi. Stolið var á að giska 300 lítrum af hráolíu af dráttarbíl og á að giska 100-200 lítrum af glussa af beltagröfu og payloter. Tækin stóðu við Kalastaði en þar vinna Jónas og hans menn að endurnýjun á hitaveitulögn. „Þetta var frekar sóðaleg aðkoma enda eru rummungar eins og þessir ekki komnir til að ganga vel um; sýum og lokum fleygt út í loftið til að þjófnaðurinn gangi sem hraðast fyrir sig. Líkast til hafa þeir átt við ílátaskort að glíma fyrst þeir einbeittu sér að glussanum, enda kostar líterinn af honum þúsund krónur,“ sagði Jónas í samtali við Skessuhorn. Hann gerir ráð fyrir að þjófnaðurinn hafi átt sér stað á sunnudag eða aðfararnótt mánudags. Vélarnar hafi þó staðið þarna frá því á fimmtudaginn í liðinni viku en verktakarnir voru við annað verk á föstudaginn og stóðu vélarnar ónotaðar á meðan. „Þetta gæti því hafa átt sér stað einhvern tímann á tímabilinu frá föstudegi og fram á aðfararnótt mánudags,“ segir Jónas. Hann hefur tilkynnt þjófaðinn til lögreglu en biðlar til fólks sem hugsanlega hafi orðið vart við grunsamlegar mannaferðir þarna við norðanverðan Hvalfjörð, að láta lögregluna vita í síma 444-0300.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is