Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. september. 2015 10:06

Einangrun rofin með kynningu á nærsamfélaginu

Sunnudaginn 20. september næstkomandi býður Rauði krossinn á Akranesi íbúum bæjarins af erlendum uppruna í skoðunarferð um Akranes og nágrenni. Ferðin er hluti af verkefninu „Kynning á nærsamfélaginu - Rjúfum einangrun.“ RKÍ á Akranesi hefur nú um árabil unnið að nokkrum verkefnum sem miða að því að rjúfa einangrun nýbúa í bænum og kynna þeim nærsamfélagið. Þetta verkefni snýst um að reyna að tengja erlent fólk, sem búið hefur á Akranesi um lengri eða skemmri tíma, betur við sögu og menningu bæjarins sem það býr í. Samkvæmt verkefninu Kynning á nærsamfélaginu - Rjúfum einangrun er fyrst um sinn ráðgert að bjóða upp á útsýnisferð í rútu um Akranes og nágrenni með leiðsögumanni og túlki, stuttar sögugöngur um bæinn og göngu á Akrafjall. „Það er staðföst trú stjórnar Rauða krossins á Akranesi, að öðlist nýbúar meiri innsýn í sögu og staðhætti bæjar síns og næsta nágrennis nái þeir betur að tengja við staðinn og innlenda bæjarbúa og geti þar með átt þar enn betra líf,“ segir í tilkynningu. „Verkefnið virkar svo líka í báðar áttir, þar sem þeir innlendu Skagamenn sem að verkefninu koma kynnast betur okkar erlendu bæjarbúum og verða enn betur í stakk búnir til að aðstoða þá til betra lífs. Á Akranesi eru allt að 15% bæjarbúa af erlendu bergi brotnir.“

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is