Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2015 09:01

Nýr útibússtjóri Fiskmarkaðs Íslands á Akranesi

Sigurbrandur Jakobsson hefur tekið við sem útibússtjóri Fiskmarkaðs Íslands á Akranesi. Hætta var á að markaðurinn myndi loka á vormánuðum vegna veiks rekstrargrundvallar sem stafar af því hve lítið af fiski er selt í gegnum hann á ársgrundvelli. Samkomulag var svo gert milli Fiskmarkaðarins, Faxaflóahafna og Akraneskaupstaðar um samnýtingu bæði á húsnæði og starfskrafti og var markaðnum því haldið opnum og Sigurbrandur ráðinn í framhaldinu. Sigurbrandur er Vestlendingur í húð og hár, alinn upp í Stykkishólmi. Hann er ættaður frá Galtará í Reykhólasveit og frá Öxney í Skógarstrandarhreppi, í Suðureyjaklasanum austan við Stykkishólm. Rannveig Jóhannsdóttir eiginkona hans er aftur á móti Akurnesingur. „Við bjuggum áður á Akureyri, þar sem ég fékk ágætis vinnu. Fjölskyldan aðlagaðist hins vegar ekki alveg eins vel og langaði heim á Skagann. Það var því alveg frábært að fá þetta starf, þá höfðum við góða ástæðu til að geta flutt hingað,“ segir Sigurbrandur í samtali við blaðamann.

 

Nánar er rætt við Sigurbrand í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is