Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. september. 2015 02:30

Lokahóf Víkings á laugardaginn

Lokahóf meistaraflokka Víkings verður haldið í félagsheimilinu Klifi laugardaginn 19. september næstkomandi. Ólsurum sem öðrum gestum boðið að fagna góðu gengi meistaraflokksliða Víkings með félagsmönnum.

 

Kvennalið Víkings hafnaði í fjórða sæti riðils síns í 1. deildinni og hefur tekið stöðugum framförum á aðeins þremur árum í Íslandsmótinu. Karlaliðið tryggði sér fyrir skemmstu sæti í úrvalsdeild næsta sumar og jafnaði um síðustu helgi stigamet 1. deildar eftir stórsigur á Fram. Þeir geta bætt metið á laugardag þegar þeir taka á móti Fjarðabyggð í síðasta leik sumarsins.

Í tilefni af góðu gengi liðanna í sumar hefur verið ákveðið að lokahófið verði opið. Öllu sem vilja er því boðið að fagna afrekum sumarsins með Víkingsmönnum.

 

Húsið opnar 19:30 og borðhald lokahófsins hefst hálfri klukkustund síðar. Veislustjórn verður í höndum Halldóru Unnarsdóttur. Ræðumaður kvöldsins verður Gunnar Örn Arnarson auk þess sem Jónas Gestur Jónasson, formaður knattspyrnufélagsins, mun ávarpa samkomuna. Verðlaun verða veitt fyrir ýmis afrek sumarsins og gestum verða flutt skemmtiatriði. Hófinu lýkur svo með dansleik þar sem hljómsveitin Allt í einu mun leika fyrir dansi.

 

Áhugasömum er bent á að miðar á hófið eru seldir í íþróttahúsinu í Snæfellsbæ, hjá Jóni Hauki í síma 777-4364 og Sigrúnu í síma 894-2446.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is