Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. september. 2015 06:01

Framkvæmdir við Krauma ganga vel en þó vantar smiði til starfa

Framkvæmdir við byggingu Krauma, nýrra náttúrulauga ásamt veitingastað við Deildartungu II í Borgarfirði ganga vel þrátt fyrir að mannekla sé í röðum iðnaðarmanna. Uppsteypa á veggjum í aðalbygginguna er að ljúka en eftir að steypa upp minni byggingar sem hýsa munu gufuböð og slökunarrými. Fljótlega verður farið í að byggja þak og stefnt á að byggingin verði fokheld fyrir lok október. Það er Sigurður Á Magnússon húsasmíðameistari í Brekkuhvammi sem byggir, en eigendur Krauma eru tvenn hjón; Dagur Andrésson og Bára Einarsdóttir og Sveinn Andrésson og Jóna Ester Kristjánsdóttir.

„Verkið gengur þannig lagað ágætlega en við erum að glíma við alvarlegan skort á húsasmiðum í héraðinu. Eiginlega auglýsum við eftir fólki til starfa til að geta flýtt verkinu meira," sagði Dagur Andrésson í samtali við Skessuhorn. Benti hann áhugasömum á að snúa sér beint til Sigurðar yfirsmiðs í síma 861-5934.

 

Í Krauma verður lögð áhersla á náttúrulaugar, gufubað og slökun þar sem gestir geta notið heita vatnsins og horft um leið yfir vatnsmesta hver Evrópu. Í aðalbyggingunni verður síðan veitingasala og bar auk minjagripaverslunar. Dagur Andrésson segir að áfram sé stefnt að opnun nýja staðarins næsta vor og bindur hann vonir við að verkefninu verði vel tekið í röðum sífelt vaxandi hóps ferðamanna um svæðið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is