Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. september. 2015 08:01

Foreldrafélagið mun lifa áfram

Foreldrafélag leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar boðaði til aðalfundar félagsins í maí síðastliðnum og átti þá m.a. að kjósa nýja stjórn. „Sökum lélegrar mætingar var ekki unnt að halda aðalfund samkvæmt félagslögum. Tekin var sú ákvörðun af sitjandi stjórn að halda auka aðalfund með haustinu,“ segir Guðrún Dadda Ásmundardóttir formaður foreldrafélagsins, þegar blaðamaður hafði samband við hana. Foreldrafélagið hefur undanfarin ár t.d. séð um sumarhátíð fyrir börn skólans þar sem fengin hafa verið skemmtiatriði, farið í leiki og grillaðar pylsur. Á sumarhátíðinni í upphafi sumars var foreldrum tilkynnt um þá ákvörðun foreldrafélagsins að ef ekki fengist fullnægjandi aðal- og varastjórn á auka aðalfundinum yrði félagið lagt niður. Þetta var einnig brýnt fyrir foreldrum á skólasetningu Heiðarskóla nú í ágúst.

Mánudaginn 7. september var auka aðalfundurinn haldinn og í það skipti var mæting góð. Það voru nokkrir á fundinum sem gáfu kost á sér í félagið og mætti því segja að félagið hafi bjargast fyrir horn. „Félagið er á lífi og er ánægjulegt að segja frá því að á fundinn mættu nokkrir pabbar sem gáfu kost á sér, bæði sem aðal- og varamenn. Það er skemmtilegt að fá þá með líka,” segir Guðrún Dadda og bætir því við að núna í lok mánaðar verður haldinn stjórnarfundur þar sem fólki verður skipað í hlutverk.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is