Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. september. 2015 09:01

Halda umdæmisþing Rótarý í Borgarnesi

Landsþing Rótarý á Íslandi, umdæmis 1360, verður haldið í Borgarnesi helgina 9.-10 október næstkomandi. Hefð er fyrir því að þingið haldi sá klúbbur þaðan sem umdæmisstjórinn kemur hverju sinni. Magnús B Jónsson á Hvanneyri var eins og kunnugt er fyrr á þessu ári settur í embætti forseta umdæmisins 1360. Umdæmisþingið markar að þessu sinni ákveðin tímamót því það verður númer sjötíu í röð þinga Rótarý á Íslandi. Þinghaldið fer fram á Hótel Borgarnesi en auk þess verður farið í skoðunarferðir um Borgarfjörð. Þórir Páll Guðjónsson er formaður undirbúningsnefndar og félagi í Rótarýklúbbi Borgarness.

„Vinna við undirbúning þinghaldsins hófst fyrir um tveimur árum þegar kynnt var á Selfossi að Magnús B Jónsson yrði umdæmisstjóri starfsárið 2015-2016. Skipuð var undirbúningsnefnd og auk hennar átta undirnefndir sem allar hafa unnið ötullega að undirbúningi,“ segir Þórir Páll. „Það starf hefur allt gengið vonum framar og meðal annars hefur ritnefnd okkar nú fengið úr prentun 52 síðna kynningarblað, með hinni ljóðrænu skírskotun til héraðsins; „Kyssti mig sól.“ Blaðinu verður dreift til Rótarýklúbba um allt land og auk þess borið inn á öll heimili á næstu dögum á starfssvæði Rótarýklúbbs Borgarness. Þar geta íbúar lesið sig til um stiklur úr starfi klúbbsins, gildi hreyfingarinnar og væntanlegt umdæmisþing í Borgarnesi.“

 

 

Sjálft þinghaldið hefst föstudaginn 9. október með skráningu, móttöku og farið verður í kynnisferðir. „Þema okkar er „menntun, saga, menning“ og tekur dagskrá umdæmisþingsins og blaðsins okkar mið af því. Við kynnum sögu og sérstöðu héraðsins og fáum til liðs við okkur tónlistarfólk til að krydda dagskrána. Á laugardeginum verður hið eiginlega þinghald og fara makar þingfulltrúa í kynnisferð á meðan. Á laugardagskvöldinu verður svo hátíðarkvöldverður þar sem Gísli Einarsson verður veislustjóri. Við eigum von á 140-150 gestum og þar af erlendum fulltrúum Rotary International og frá Norðurlöndunum. Við vonum að okkur takist vel upp í hlutverki gestgjafans og að þingið verði Borgfirðingum öllum til sóma,“ segir Þórir Páll Guðjónsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is