Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. september. 2015 10:44

Skagamenn halda sæti sínu í úrvalsdeild

ÍA heimsótti botnlið Keflvíkinga í tuttugustu umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í gær. Með sigri gátu Skagamenn tryggt sæti sitt í deildinni, að því gefnu að Leiknir tapaði fyrir Fylki. Gestgjafarnir í Keflavík voru hins vegar fallnir. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki upp á marga fiska, slagveðursrigning og rok. Skagamenn mættu ákveðnir til leiks og komust yfir strax á 15. mínútu. Hallur Flosason leiddi sókn ÍA upp hægri kantinn, sendi laglega sendingu fyrir markið þar sem Garðar Gunnlaugsson tók við boltanum og skoraði. Tíu mínútum síðar barst boltinn á Þórð Þorstein Þórðarson utan vítateigs. Hann gerði sér lítið fyrir og lét vaða á markið, beint í fjærhornið og jók forystu ÍA í tvö mörk. Næstur á blað var Hallur Flosason, sem skoraði með góðum skalla eftir fyrirgjöf Ólafs Vals Valdimarssonar. Aðeins hálftími liðinn af leiknum og Skagamenn komnir þremur mörkum yfir.

 

 

Þegar síðari hálfleikur var aðeins fimm mínútna gamall skallaði Ásgeir Marteinsson boltann inn fyrir vörn Keflvíkinga á Garðar Gunnlaugsson, sem átti í baráttu við varnarmann heimamanna. Garðar hafði betur, komst einn á móti markmanni og lagði boltann snyrtilega í netið.

 

Eftir að Skagamenn höfðu skorað fjórða mark leiksins féll liðið til baka og hélt fengnum hlut. Keflvíkingar sköpuðu sér engin afgerandi færi og leiknum lauk með 0-4 sigri ÍA. Á sama tíma tapaði Leiknir fyrir Fylki. Skagamenn eru því átta stigum frá fallsæti þegar tveir leikir eru eftir af mótinu og halda því sæti sínu í deild þeirra bestu á næsta keppnistímabili.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is