Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. september. 2015 01:17

Vodafone styrkir 4G samband í Borgarbyggð

Undanfarna 18 mánuði hefur fjarskiptafyrirtækið Vodafone unnið að því að þétta háhraðaþjónustusvæði félagsins vítt og breitt um landið, þar á meðal í og við Borgarbyggð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. „Á dögunum var nýr 4G sendir gangsettur á Rauðamelskúlu, ekki síst fyrir tilstuðlan og hvatningu íbúa og yfirvalda á svæðinu enda hafði samband verið takmarkað þar. Við breytinguna stórefldist háhraða samband á hluta sunnanverðs Snæfellsness, þ.e. á Mýrum, í Hnappadal og víðar,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Fyrirtækið hefur einnig gangsett nýja 4G senda á Strúti og við Bifröst sem gagnast bæði ferðamönnum á leið við Langjökul og Arnarvatnsheiði og háskólanemum í uppsveitum Borgarfjarðar. Nýju sendarnir eru góð viðbót við þá senda sem félagið var fyrir með á svæðinu en Borgarnes, Húsafell og uppsveitir Borgarfjarðar í kringum Varmaland hafa notið háhraðasambands félagsins frá því í fyrra. Þá hefur félagið fjölgað öðrum sendum á sömu slóðum undanfarið. Þannig hefur 3G samband verið styrkt bæði í Borgarnesi og með nýjum sendi við Vegamót. Farsímaþjónusta efst í Borgarfjarðardölum hefur einnig verið styrkt verulega með tilkomu nýs 2G farsímasendis í Lundarreykjadal, segir í tilkynningunni.

 

 

 

Grunnstoðir fjarskipta á svæðinu styrktar

Uppbygging og styrking fjarskiptakerfis Vodafone í Borgarbyggð undanfarið hefur ekki einungis takmarkast við farsímaþjónustu. Grunnstoðir fjarskipta í ofanverðum Borgarfirði hafa verið styrktar verulega, meðal annars með ljósleiðaratengingu á helstu fjarskiptastaði sem þjóna stærri byggðakjörnum, svo sem Skáneyjarbungu, Bifröst og Hvanneyri. Uppitími á varaafli á lykilfjarskiptastöðum hefur einnig verið efldur, ekki síst í kjölfar mikilla truflana á orkuafhendingu í ofsaveðri í mars 2015. „Stafræn sjónvarpsdreifing í lofti hefur líka verið efld til muna á svæðinu undanfarna 18 mánuði, ekki síst með innkomu nýrra sendistaða, meðal annars í tengslum við uppbyggingu Vodafone á nýju dreifikerfi RÚV. Frá og með júlí 2015 hefur RÚV í háskerpu m.a. verið dreift frá öllum sendistöðum Vodafone í Borgarfirði.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is