Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. september. 2015 06:01

Rallý helgarinnar fer meðal annars um Uxahryggjaveg

Fjórða umferðin í Íslandsmótinu í rallý fer fram laugardaginn26. september næstkomandi. Hefst keppnin hjá Geysi í Haukadal klukkan 10:00 og haldið upp á Skjaldbreiðarveg. Nokkur ár eru síðan ekið hefur verið um þennan línuveg. Er leiðin um 42 km löng og telst lengsta sérleið sumarsins. Mun hún reyna á úthald og einbeitingu áhafna sem og ástand bifreiða. Síðan færist keppnin nær Borgarfirði en ekið verður yfir Uxahryggi eftir að komið er út við Kaldadalsveg. Uxahryggir eru ökumönnum vel kunnug akstursleið því hún hefur verið ekin að jafnaði einu sinni á sumri undanfarin ár. Þegar komið er niður af Uxahryggjum munu áhafnirnar snúa við og aka báðar sérleiðirnar til baka.

Að akstri loknum halda keppendur niður að Korputorgi þar sem úrslit verða tilkynnt klukkan 16:30 en þar verður einnig rallýsýning hjá Planinu í tilefni þess að í ár eru 40 ár síðan fyrsta rallýkeppnin var haldin hérlendis. Er sýningin opin laugardag og sunnudag og er aðgangur ókeypis.

 

Að þessu sinni eru 13 áhafnir skráðar til leiks, má þar sjá bæði nýliða sem og þaulreyndar áhafnir. Þeir Baldur Haraldsson úr Skagafirði og Aðalsteinn Símonarson úr Borgarnesi mæta galvaskir til leiks en þeir leiða nú Íslandsmótið með tæplega 15 stiga forskoti á Daníel Sigurðsson og Ástu Sigurðardóttur en þau systkin verða fjarri góðu gamni á laugardaginn. Helsti keppinautur þeirra að þessu sinni verður Henning Ólafson sem mætir á nýjum bíl eftir að hafa velt þeim gamla við Hvaleyrarvatn í síðustu umferð. Með honum verður Sunnlendingurinn Sigurjón Þór Þrastarson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is