Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. september. 2015 09:01

Andlát - Hörður Pálsson bakarameistari

Hörður Pálsson, bakarameistari á Akranesi lést 15. september síðastliðinn, 82 ára að aldri. Hörður fæddist á Skagaströnd 27. mars 1933 en ólst upp á Sauðárkróki. Eftir fermingu var hann á síld í eitt sumar en hóf þá nám í bakaraiðn hjá Guðjóni Sigurðssyni bakarameistara á Sauðárkróki. Lauk hann sveinsprófi á tvítugsafmælisdegi sínum og stundaði eftir það framhaldsnám í bakstri í Þrándheimi í Noregi árin 1953 til 1954. Hörður starfaði við bakstur á Sauðárkróki til 1958 en tók þá við rekstri Alþýðubrauðgerðarinnar á Akranesi og rak hana 1958-1963. Þá keypti hann bakaríið, breytti nafni þess í Harðarbakarí og starfrækti það allt til ársins 1998.

Hörður Pálsson tók virkan þátt í félagsstörfum og sveitarstjórnarpólitík. Hann var einn af stofnendum íþróttafélagsins Drangeyjar á Sauðárkróki en það félag sameinaðist Tindastóli 1948. Hann æfði og keppti í frjálsum íþróttum, sat síðar í knattspyrnuráði Akraness og var formaður þess 1988-89. Hörður gekk ungur í stúku, var æðsti templar stúkunnar Gleymmérei á Sauðárkróki, starfaði í stúkunni Akurblóminu á Akranesi og sat lengi í stjórn Stórstúku Íslands. Hörður var prýðilegur söngmaður og söng í Kirkjukór Sauðárkróks og síðan í Kirkjukór Akraness. Hann stofnaði, ásamt þremur öðrum, Skagakvartettinn 1967 og starfaði í Oddfellowreglunni frá 1960. Hann var sæmdur fálkaorðunni árið 2003.

Hörður var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akranesi 1974 til 1986, sat m.a. í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands, í stjórn Dvalarheimilisins Höfða og var stjórnarformaður Skipasmíðastöðvarinnar Þorgeirs & Ellerts á Akranesi 1994-2008.

Eftirlifandi eiginkona Harðar er Þórey Sigurðardóttir. Þau eiga fjögur börn og 13 barnabörn.

Útför Harðar verður frá Akraneskirkju fimmtudaginn 24. september kl. 11.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is