Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. september. 2015 01:25

Skrifað undir þjóðarsáttmála um læsi

Fjölmenni var á Bókasafni Akraness í morgun þegar Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúar þriggja sveitarfélaga á Vesturlandi skrifuðu undir þjóðarsáttmála um læsi. Það voru Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, Skúli Þórðarson sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit og Árni Hjörleifsson oddviti Skorradalshrepps sem undirrituðu þjóðarsáttmálann fyrir hönd sinna sveitarfélaga, ásamt Sylvíu Heru Skúladóttur fulltrúa Heimilis og skóla. Þjóðarsáttmáli um læsi er átak sem mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur fyrir í samvinnu við sveitarfélög og skóla. Markmið átaksins er að öll börn geti lesið sér til gagns þegar grunnskólagöngu lýkur. Með undirritun sáttmálans skuldbinda sveitarfélögin og ríkið sig til að vinna með öllum tiltækum ráðum að því markmiði. Framlag ráðuneytisins til verkefnisins verður í formi ráðgjafar, stuðnings, lesskimunar og aukins samstarfs við foreldra.

Stjórnendur frá öllum skólum sveitarfélaganna voru viðstaddir við undirritunina ásamt nemendum úr 8. bekk beggja skólanna á Akranesi og kennurum þeirra. Við athöfnina fluttu Regína Ásvaldsdóttir og Illugi Gunnarsson ávörp, nemendur úr Tónlistarskóla Akraness léku á klarínett og Ingó Veðurguð söng lag herferðarinnar, „Það er gott að lesa“ við góðar undirtektir. Að lokum var boðið upp á kaffi og veitingar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is