Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. október. 2015 04:25

Minningartónleikar um Lovísu Hrund eru í kvöld

Minningartónleikar til heiðurs Lovísu Hrund Svavarsdóttur verða haldnir á Akranesi í kvöld, mánudaginn 5. október, á afmælisdegi Lovísu Hrundar. Lovísa Hrund lést 6. apríl 2013 í hörðum árekstri á Akrafjallsvegi þegar ölvaður ökumaður, sem kom úr gagnstæðri átt, ók í veg fyrir hana. „Lovísa Hrund hefði orðið tvítug þennan dag og við ákváðum því að skella í tónleika af því tilefni. Það hafa allir tekið ofboðslega vel í hugmyndina og allir tilbúnir að hjálpa okkur með þetta,“ segir Hrönn Ásgeirsdóttir móðir Lovísu Hrundar í samtali við Skessuhorn. Allur ágóði tónleikanna rennur óskiptur til Minningarsjóðs Lovísu Hrundar. Tilgangur hans er að stuðla að fræðslu og forvörnum gegn akstri ökutækja undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna. Á tónleikunum munu koma fram Þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi, Ylfa og Hallur, Jón Jónsson, Friðrik Dór og gætu fleiri flytjendur bæst í hópinn. Þá mun Jóhannes Kr. Kristjánsson flytja hugvekju og Ólafur Páll Gunnarsson verður kynnir kvöldsins. Allir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sína.

„Við viljum nota tækifærið og tjá þakklæti fyrir alla þá hjálp sem við höfum fengið og einnig að þakka þeim flytjendum sem munu koma fram á tónleikunum. Það er ekki sjálfgefið að fá fólk í svona verkefni en hefur gengið mjög vel að safna saman þessum góða hópi flytjenda.“ Miðasala á tónleikana hefst klukkan 18 í kvöld og er miðaverð 3.500 krónur. Enginn posi er á staðnum og er vakin athygli á því að þeir sem ekki komast á tónleikana en vilja styrkja sjóðinn er bent á vefslóðina www.lovisahrund.is  fyrir frekari upplýsingar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is