Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. september. 2015 09:01

SÁÁ hyggst loka meðferðarheimilinu á Staðarfelli í Dölum

Miklar breytingar eru fyrirhugaðar hjá Samtökum áhugafólks um áfengisvandann (SÁÁ) á næstu árum en til stendur að sameina meðferðarheimilin í Vík og á Staðarfelli í nýtt húsnæði sem byggt verður í Vík á Kjalarnesi. Í kjölfarið mun öll starfsemi SÁÁ á Staðarfelli í Dölum leggjast af. Að sögn Arnþórs Jónssonar formanns stjórnar SÁÁ hentar húsnæðið á Staðarfelli einkar illa fyrir heilbrigðisþjónustu og því var ákveðið að ráðast í áðurnefndar framkvæmdir. „Við erum búin að vera á Staðarfelli í meira en þrjátíu ár og þetta er frábært hús og æðislegur staður. En það hentar mjög illa fyrir okkur. Kröfur og þrýstingur frá eftirlitsaðilum hafa aukist og við myndum þurfa að breyta húsnæðinu mikið til að uppfylla þau skilyrði sem sett eru. Kostnaðurinn við þær breytingar yrði líklega jafn mikill og við að byggja nýtt hús,“ segir Arnþór í samtali við Skessuhorn. Hann segir húsið auk þess orðið gamalt og því komið sé að ýmsu viðhaldi með tilheyrandi kostnaði. „Auk þess hefur húsið ekkert aðgengi fyrir hreyfihamlaða og fatlaða og hentar því illa.“

 

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is