Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. september. 2015 12:13

Framkvæmd rafræns enskuprófs mistókst

Í gærmorgun stóð til að 20 nemendur í 10. bekk í Grundaskóla á Akranesi tækju samræmt könnunarpróf í ensku. Prófið átti að vera rafrænt og voru þessir nemendur valdir af Menntamálastofnun í tilviljanakenndu úrtaki sem tilkynnt var um í lok síðustu viku. Um 300 nemendur á landinu áttu að þreyja prófið á sama tíma. Á heimasíðu Grundaskóla á Akranesi er sagt frá því skólinn hafi strax sent Menntamálastofnun athugasemdir við framkvæmd prófsins en ýmislegt mátti betur fara að mati starfsmanna skólans. „Til að gera langa sögu stutta mistókst framkvæmdin. Ekki tókst að opna prófið eða komast inn á kerfi Menntamálastofnunar sem á endanum hrundi vegna álags. Enskupróf sem hefjast átti klukkan 9:00 gat því ekki hafist á réttum tíma og þeir nemendur sem áttu að taka rafræna prófið voru á endanum fluttir til og látnir taka hefðbundið skriflegt próf allnokkru eftir að formlegur próftími hófst. Veruleg röskun varð af þessum sökum en próftíminn verður lengdur til samræmis,“ segir í tilkynningunni.

 

Í tilkynningu frá Menntastofnun kemur fram að komið hafi upp aðgangsvilla í stýrikerfi sem orsakað hafi þessi vandræði.

 

Grundaskóli vill gjarnan taka þátt í að þróa námsmat í samstarfi við aðila utan skólans, svo sem ráðuneyti menntamála og Menntamálastofnun en tekur það fram í tilkynningu sinni að skólinn geri kröfur um vandaðri undirbúning en raunin varð með þetta próf. „Samræmdum könnunarprófum var ekki ætlað að vera aðgöngumiði að framhaldsskóla heldur til þess ætluð að veita nemendum, foreldrum og skólum upplýsingar um stöðu nemenda í samanburði við jafnaldra. Almennt er vandséð hvernig nota má einkunnir samræmdra könnunarprófa til samanburðar á milli skóla en hvað enskuprófið í ár varðar er útilokað að reyna slíkt,“ segir í frétt á heimasíðu Grundaskóla.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is