Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. september. 2015 06:01

Látið reyna á samstarf við raforkufyrirtæki í lagningu ljósleiðara

Í ágústmánuði setti innanríkisráðherra af stað vinnu við að koma í framkvæmd tillögum sem fram koma í skýrslunni „Ísland ljóstengt - landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða“. Skýrslan var unnin af starfshópi um alþjónustu í fjarskiptum og útbreiðslu háhraða nettenginga hér á landi og er Haraldur Benediktsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi formaður starfshópsins. „Þetta þýðir að ráðherra vill láta reyna á hvernig mögulegt er að koma af stað landsátaki í uppbyggingu ljósleiðara sem kjarna í þingsályktunartillögu um fjarskiptaáætlun til næstu fjögurra ára,“ segir Haraldur í samtali við Skessuhorn. Eftir að skýrslunni var skilað snemma á þessu ári hefur verið unnið að því að skoða ávinning af því að leggja ljósleiðara í samstarfi við raforkufyrirtæki landsins. „Núna er þessi starfshópur sem ég leiði að láta reyna á vilja orkufyrirtækja að vinna með okkur. Ef það verður ekki mun þurfa að endurmeta stöðuna.“ Haraldur segir þó verða stutt við landsátak um uppbyggingu ljósleiðara með einhverjum hætti. „Þá getur regluverk fjarskiptamarkaðarins létt undir, en að sama skapi getur það líka tafið ef ekki er unnið eftir þeim reglum.“

 

 

 

Í undirbúningi að tengja fleiri byggðarlög

 

Lagning ljósleiðara er nú þegar hafin víðsvegar á Vesturlandi. Eyja- og Miklaholtshreppur hefur lagt af stað með lagningu og er vonast til að því verki ljúki um áramótin. Þá er búið að ljósleiðaravæða Hvalfjarðarsveit og Helgafellssveit af sveitarfélögum hér á Vesturlandi. Að sögn Haraldar er einnig að hefjast lagning ljósleiðara í Dalabyggð og á norðanverðu Snæfellsnesi. „Það er hluti af svokölluðu hringtengiverkefni og á lagnaleiðinni verður heimtaugakerfi byggt um leið, sem er þá af frumkvæði íbúa og sveitarfélags og í takti við tillögur Ísland ljóstengt.“ Hann bætir því við að nú sé í undirbúningi að tengja byggðarlög sem hafa fleiri en fimmtíu íbúa með ljósleiðara, samkvæmt eldri fjarskiptaáætlun. „Þannig verður auglýstur styrkur til að tengja til dæmis Rif og Drangsnes. Það verður vonandi til þess að heimtaugar á þeirri lagnaleið verði lagðar. Í fjárlagafrumvarpi eru tillögur um að leggja 300 milljónir í ljósleiðaraátak, það eru kannski ekki miklir peningar en við bíðum eftir umfjöllun um frumvarpið og tillögum ráðherra um átakið,“ segir Haraldur Benediktsson að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is