Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. september. 2015 02:44

"Í mínum huga er 100% öruggt að verksmiðjan verður reist"

Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials kynnti í liðinni viku tvo samninga hér á landi sem segja má að hvor um sig hafi verið með síðustu púslunum í heildarmyndinni í aðdraganda þess að byggð verður sólarkísilverksmiðja á Grundartanga. Búið er að tryggja fjárfesta sem að fyrsta áfanga verkefnisins koma og sömuleiðis orkusölusamninga. Þar sem stóriðja af þessu tagi er flókið verk í undirbúningi og margir sem koma að borðinu, hafa heimamenn á Vesturlandi fram að þessu talað varlega um möguleg áhrif sólarkísilverksmiðju. Nú er hins vegar fátt sem getur komið í veg fyrir að af verkefninu verði. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur fylgst náið með undirbúningi og verið í sambandi við hagsmunaaðila. Hann hefur í gegnum starf sitt á liðnum árum öðlast mikla reynslu í samskiptum við stóriðjufyrirtækin. Vilhjálmur dregur ekki dul á mikilvægi svo stórs vinnustaðar inn í vestlenskt atvinnulíf. Skessuhorn fékk verkalýðsforingjann í spjall um væntanlega sólarkísilverksmiðju, hlutverk sveitarfélaganna í heildarmyndinni og hvað menntakerfið þarf að lagfæra. „Þeir samningar sem undirritaðir voru í síðustu viku eru afar mikilvægir. Í mínum huga er nú 100% öruggt að verksmiðjan verður reist við Grundartanga. Nú er komið að sveitarstjórnum og menntakerfinu að vinna sína vinnu til að heildar ávinningurinn fyrir Vesturland verði sem mestur,“ segir Vilhjálmur.

 

Sjá ítarlegt viðtal við Vilhjálm í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is