Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. september. 2015 08:01

Var orðin læs fjögurra ára gömul

Katrín Lea Daðadóttir er tólf ára nemandi við Grundaskóla á Akranesi. Hún hefur gaman af náminu og þá sérstaklega tungumálanámi. Katrín byrjaði ung að læra ensku og byrjaði nýverið í fjarnámi í ensku við Verzlunarskóla Íslands, þrátt fyrir ungan aldur. Tíu og ellefu ára gömul var hún að læra ensku sem ætluð var nemendum í 8. - 10. bekk. Þrátt fyrir að fá töluvert af aukaverkefnum var hún fljót að klára og var farið að leiðast í enskutímum. „Ég var alltaf búin með allt og hafði eiginlega ekkert að gera í tímunum. Þannig að ég talaði við mömmu um þetta og hún tékkaði á því hvort ég mætti byrja í fjarnámi, sem ég fékk,“ segir Katrín Lea í samtali við blaðamann. Hún segir að breytingin sé góð og að fjarnámið gangi vel. „Þetta er samt bara fyrsta önnin mín, en mér finnst þetta skemmtilegra svona. Núna er ég meira í ritun en áður en annars er þetta svipað. Ég fæ að fara niður á bókasafn að læra þegar bekkurinn er í ensku.“

 

Nánar er rætt við Katrínu Leu í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is