Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. september. 2015 09:01

Úr vélstjórn í sálfræði

Sálfræðimenntaður vélstjóri og skipasmiður væri viðeigandi titill fyrir Ómar Inga Jóhannesson. Ómar sleit barnsskónum á Grund í Saurbæ í Dölum en hann fæddist þó í Búðardal. „Ég hafði nú aldrei hátt um það þegar ég var í skóla á Laugum, að ég væri fæddur í Búðardal,“ segir Ómar og hlær. „Það var nú alltaf smá rígur á milli þessara skóla á þessum tíma og maður vildi nú ekki gera sig að skotmarki.“ Löng skólaganga Ómars hófst í barnaskólanum á Laugum í Sælingsdal. Þaðan fór hann á heimavistina í Stykkishólmi, þar sem hann var einn vetur og tók landspróf. „Rétt áður en kom að landsprófi lést pabbi minn, en hann var MND sjúklingur og ég man ekki eftir honum öðruvísi en óvinnufærum. Þrátt fyrir allt þá hélt ég mínu striki og tók ljómandi gott landspróf og hefði í raun átt að fara í menntaskóla eftir það,“ segir Ómar.

 

Ómar Ingi söðlaði um eftir áratugi á sjó, tók stúdentspróf og er nú kominn með doktorsgráðu í sálfræði. Sannarleg óvenjulegur aðdragandi að sálfræðinámi.

 

Sjá viðtal við Ómar Inga í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is