Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. september. 2015 01:25

Snorrastofa í Reykholti tuttugu ára

Snorrastofa minnist þess að nú eru 20 ár liðin frá því að stofnskrá hennar var undirrituð. Það var gert á dánardægri Snorra Sturlusonar fyrir réttum tveimur áratugum, 23. september 1995. Afmælishátíð verður í Snorrastofu af þessu tilefni laugardaginn 3. október næstkomandi klukkan 15. Þangað er öllum boðið að koma og njóta dagskrár, með brotum úr sögunni, bliki af stöðu stofnunarinnar í lengd og bráð, ljóðaþætti úr landsuðri, söng og veitingum. Húsið verður opið og allir eru hjartanlega velkomnir. Ef veður leyfir endar dagskráin á gönguferð um staðinn í leiðsögn heimamanna.

 

 

Í júní 1996 hófst starf Snorrastofu fyrir alvöru þegar samningur ríkis og heimamanna gekk í gildi og var undirritaður. Þá var einnig komið á fót ferðaþjónustunni Heimskringlu. Dagný Emilsdóttir hefur stýrt þeirri þjónustu frá upphafi. Fyrsti forstöðumaður stofnunarinnar var ráðinn í september 1998, Bergur Þorgeirsson og hefur hann síðan verið við stjórnvölinn.

Snorrastofu var ýtt úr vör á tíma, sem bar með sér dimmviðrisský í sögu Reykholts á margan hátt. Héraðsskólinn, sem starfað hafði frá árinu 1931, var í þann veginn að leggja upp laupana með miklum straumhvörfum á staðnum, sem mörgum er enn í fersku minni. Smátt og smátt má þó segja að tekist hafi að snúa neikvæðu skeiði upp í bjartari tíma og að Snorrastofa hafi átt sinn þátt í því. Nú er í Reykholti vaxandi byggð með jákvæðu mannlífi og starfsemi Reykholtskirkju-Snorrastofu stendur nú með blóma og allt umhverfi staðarins hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum.

 

Upphaf Snorrastofu má líklega rekja allt til ársins 1931 þegar Kristinn Stefánsson fyrsti skólastjóri Héraðsskólans í Reykholti viðraði hugmynd að stofnun Snorrasafns við vígslu skólans 7. nóvember. Allt frá þessum fyrsta vísi lagðist ýmislegt til staðarins, sem teljast má til uppbyggingar þessa óborna Snorrasafns. Þar má m.a. telja bókagjöf frá Einari Hilsen, norskættuðum Bandaríkjamanni, sem sendi hingað fjölmargar bækur. Meðal þeirra voru ýmsar útgáfur af verkum Snorra Sturlusonar. Þá ber að geta bókasafns Tryggva Þórhallssonar forsætisráðherra, sem hingað var ráðstafað fyrir tilstilli ríkisstjórnar Íslands árið 1936. Þessar bókagjafir hýsti Héraðsskólinn allt fram að stofnun Snorrastofu.

 

Þá er einnig gaman að geta þess að hugmynd um íbúð fyrir gestkomandi fræðimenn í Reykholti hafði einnig vaknað áður en til Snorrastofu kom. Það voru Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra og sr. Einar Guðnason í Reykholti, sem kynntu þá hugmynd um sama leyti og barist var fyrir því að fá handritin heim frá Danmörku.

Söfnuður Reykholtssóknar tók ákvörðun um byggi

ngu nýrrar kirkju árið 1984 og fljótlega fæddist sú hugmynd að við kirkjuna færi vel á að reisa Snorra Sturlusyni minnisvarða, sem fæli í sér ræktun, rannsóknir og miðlun á arfi þeim, sem hann skildi eftir sig að það mætti auðga mannlíf og menningu í sókninni og íslensku samfélagi öllu. Ný kirkja var vígð á Ólafsmessu á sumar árið 1996.

 

Í Snorrastofu sameinast því varðveislu- og miðlunarhlutverk það sem henni var frá upphafi ætlað að sinna og starfsemi hennar hefur borið af því keim allar götur síðan. Í stofnuninni er íbúð fyrir gestkomandi fræðimenn, bókhlaða fyrir almenning og sérfræðinga á sviði miðaldafræða, fyrirlestra- og námskeiðahald, bókaútgáfa að ógleymdri þjónustu við gesti og gangandi með tilheyrandi sýningum og fræðslu um Snorra Sturluson og Reykholt. Þá hefur Snorrastofa sinnt fjölbreyttum rannsóknarverkefnum og gefið út 12 bækur með niðurstöðum. Stærsta núverandi rannsóknarverkefni stofnunarinnar fjallar um trúarbrögð á norðurhveli jarðar frá því fyrir kristni, og byggist það að stórum hluta á Eddu Snorra Sturlusonar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is