Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. september. 2015 02:01

Borgarbyggð tekur upp mál um upprekstrarland

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur samþykkt að fela Kolfinnu Jóhannesdóttur sveitarstjóra að semja við LEX lögmannsstofu um að undirbúa málssókn á grundvelli hefðaréttar vegna afréttarlands við Krók í Norðurárdal, sem sveitarfélagið tapaði umráðarétti yfir með dómi Hæstaréttar vorið 2014. Hæstaréttur felldi úr gildi níutíu ára kaupsamning Upprekstrarfélags Þverárréttar á afréttarlandinu sem notað hafði verið til upprekstrar allt frá 1924. Rétturinn dæmdi svo á grundvelli þess að kaupsamningi hafi aldrei verið þinglýst og skráðum eiganda ekki tekist að færa sönnur á eignarhefð. Hæstiréttur dæmdi samninginn frá 1924 þar með ógildan og sneri við niðurstöðu Héraðsdóms Vesturlands sem dæmdi Borgarbyggð í vil í málinu.

Í dómsniðurstöðu Hæstaréttar frá því vorið 2014 segir m.a: „Viðurkennt er að sá hluti jarðarinnar Króks í Borgarbyggð, landnúmer 134817, sem óþinglýstur samningur Brynjólfs Bjarnasonar og Upprekstrarfélags Þverárréttar 26. maí 1924 tekur til, sé eign áfrýjanda, Gunnars Jónssonar.“ Gunnar Jónsson núverandi eigandi Króks keypti jörðina 1990. Umrætt þrætuland var þegar fyrir 90 árum, þegar samningar voru gerðir, afmarkað ofan afréttargirðingar Norðdælinga eins og segir í dómsskjölum.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is