Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. september. 2015 12:28

Ísgöngin í Langjökli verðlaunuð á Vestnorden

Fyrr í þessari viku fór hin árlega ferðakaupstefna Vestnorden fram í Þórshöfn í Færeyjum. Þetta var í þrítugasta skipti sem kaupstefnan er haldin. Sex fyrirtæki af Vesturlandi tóku þátt að þessu sinni. Kristján Guðmundsson hjá Markaðsstofu Vesturlands segir að auk þeirra frá markaðsstofunni hafi mætt fulltrúar frá Landnámssetri Íslands, Hótel Bifröst, Sæferðum, Vatnshellinum og Ísöngunum í Langjökli, Into the glacier. „Það var mikill áhugi fyrir Vesturlandi en meirihluti þeirra sem við hjá Markaðsstofu Vesturlands funduðum með hafa verið í viðskiptum á Vesturlandi áður. Þeir vilja nú auka þessi viðskipti enn frekar og stoppa lengur á svæðinu,“ sagði Kristján.

 

 

Á Vestnorden voru veittar viðurkenningar til fyrirtækja á Grænlandi, Íslandi og í Danmörku. Valið byggist á framsæknum nýjungum í ferðaþjónustu. Íshellirinn Langjökli fékk viðurkenningu íslenskra fyrirtækja. Var það Sigurður Skarphéðinsson framkvæmdastjóri sem tók við verðlaununum. Eins og kunnugt er voru ísgöngin opnuð ferðamönnum 1. júní síðastliðinn og hefur aðsókn verið meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Nú þegar hafa 15 þúsund manns skoðað göngin, en það er sami fjöldi og áætlað var að sækti þau allt þetta ári.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is